Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 136
SAMlÍðAN Og SAMKENND
141
tilfinningum annarra, verið tilfinningalaus.7 Ég veit að ég er að gera eitthvað
stórkostlega andskoti rangt. En þrátt fyrir það get ég haldið áfram og gert það.“
Eða hugleiddu þetta viðtal við Peter Woodcock, sem hafði nauðgað og myrt
þrjú börn þegar hann var táningur.8 Eftir tugi ára á geðdeild fékk hann þriggja
klukkustunda leyfi til þess að ganga um lóðina án eftirlits. Meðan á því stóð bauð
hann öðrum sjúklingi, nánum vini sínum, að slást í ferð með sér inn í skóg og
drap hann síðan með öxi.
Spyrill: Hvað fór í gegnum huga þinn á þessum tíma? Þetta var einhver
sem þú elskaðir.
Woodcock: Forvitni, reyndar. Og reiði. Vegna þess að hann hafnaði mér
alltaf þegar ég leitaði á hann.
Spyrill: Og hvers vegna fannst þér forvitni þín næg ástæða fyrir að ein-
hver ætti að deyja.
Woodcock: Ég vildi bara vita hvernig tilfinning það væri að drepa ein-
hvern.
Spyrill: En þú hafðir þegar drepið þrjár manneskjur.
Woodcock: Já en það var fyrir mörgum, mörgum, mörgum árum síðan.
Berðu þessar óhugnanlegu mannlýsingar saman við þau siðferðilegu gildi sem
myndast þegar um er að ræða venjulega æsku. Charles Darwin greinir frá nokkr-
um dæmum til útskýringar í riti sínu „Ævisöguleg skissa af ungabarni“ (e. „A
Biographical Sketch of an Infant“) sem var gefið út 1877 í hinu virta heimspeki-
tímariti Mind.9 Darwin hafði lesið grein um þroska barna í sama tímariti og það
hvatti hann til þess að líta yfir glósurnar sem hann hafði safnað saman þrjátíu og
sjö árum áður þegar hann fylgdist með þroska sonar síns Williams, drengs sem
hann stoltur lýsti sem „fallegu og gáfuðu undrabarni (e. prodigy)“.
Upphaflega voru líkamleg viðbrögð skráð í dagbækurnar („ungabarnið mitt
stendur sig vel í að hnerra, hiksta, geispa, teygja sig og svo auðvitað í því að sjúga
og öskra“) en í kjölfarið fylgdu skýrslur um það sem Darwin kallaði „siðferðilegar
tilfinningar“. Þegar William var orðinn sex mánaða gamall brást hann við því
sem hann greindi sem þjáningar annarra þannig: „Þegar hann var sex mánaða
og ellefu daga gamall sýndi hann glögglega samúðargetu sína því að munnvikin
7 Tilvitnunin sótt í Paul Bloom, Descartes’ Baby.
8 Jon Ronson, The Psychopath Test. A Journey Through the Madness Industry, New York: River-
head, 2011, bls. 91.
9 Charles Darwin, „A Biographical Sketch of an Infant“, Mind 2/1877, bls. 285–294.