Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 139
PAUl BlOOM 144 þeir hafa ekki fengið eðlilegan skammt af skömm og sektarkennd, láta siðblind- ingjar undan slæmum löngunum og fremja hræðileg verk af illkvitni, græðgi og einfaldlega vegna þess að þeim leiðist. Og fyrr en síðar eru þeir afhjúpaðir. Þó að siðblindingja geti vegnað vel til skamms tíma, þá hafa þeir tilhneigingu til að misstíga sig þegar til lengri tíma er litið og enda oft í fangelsi eða þaðan af verra. Við skulum líta nánar á hvað skilur siðblint fólk frá okkur hinum. Siðblinda felur í sér mörg einkenni, meðal annars sjúklega lygaáráttu og skort á iðrun eða sektarkennd en meginatriðið snýr að skeytingarleysi þeirra um þjáningar annarra. Siðblindingja skortir samkennd. Til þess að skilja hvernig samkennd virkar hjá okkur sem erum ekki siðblind þá er mikilvægt að skilja hana frá samlíðan. Sumir rannsakendur úr samtím- anum gera ekki greinarmun á hugtökunum, en það er stór munur á því að þykja vænt um persónu (samkennd) og að setja sig í spor hennar (samlíðan). Adam Smith notaði ekki orðið samlíðan – það var búið til árið 1909, eftir þýska orðinu Einfühlung, sem merkir að „finna inn í, en hann lýsti hugtakinu vel: „Við förum líkt og inn í líkama [annars] og verðum í einhverjum skilningi sama manneskjan.“17 Samlíðan er kraftmikil, oft ómótstæðileg hvöt. Maður engist á meðan maður horfir á gamanleikara gera sig að athlægi á sviðinu, það er erfitt að halda ró sinni á meðan einhver er í uppnámi. Hlátur er smitandi og sama má segja um tár. Kvikmyndahússgestur sér einhvern sparka í eistun á James Bond í Casino Royale og spennist upp vegna þess að hann speglar viðbrögðin við sárs- aukanum. (Ég veðja á að þessi sena sé sérstaklega óþægileg fyrir þá áhorfendur sem eru með eistu). John Updike lýsti barnæsku sinni á þennan hátt: „ömmu minni lá oft við köfnun við eldhúsborðið og minn eigin háls þrengdist af samúð með henni.“18 Samlíðan leiðir til gleði þegar aðrir eru glaðir. Viðbrögð okkar við ánægju annarra eru flókin og geta verið lituð af afbrýðissemi; hvers vegna skemmtir hún sér svona miklu betur en ég? En þrátt fyrir það, þá er hægt að smitast af ánægju. Flettu upp myndbandinu á YouTube sem kallast Hahaha, þar sem maður gefur frá sér skrítin hljóð („Plong! Floop!“) utan myndavélarinnar á meðan barn í háum stól bregst við með móðursjúkum hlátri. Eða skoðaðu Barn hlær móðursýkis- lega á meðan pappír er rifinn (e. Baby Laughing Hysterically at Ripping Paper), sem hefur 17 Adam Smith, The Theory of Moral Sentiments, 1759; endurprentun, lawrence, KS: Digir- eads.com, 2011, bls. 13. 18 John Updike, Getting the Words Out, Northridge, CA: Lord John Press, 1988, bls. 17, tilvitnun sótt í Elaine Hatfield, John T. Cacioppo, og Richard L. Rap- son, Emotional Contagion, New York: Cambridge University, 1994.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.