Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 142
SAMlÍðAN Og SAMKENND 147 Ég er of mikill aðlögunarsinni til þess að trúa því að eins þýðingarmikill hæfileiki og samlíðan sé furðulegt líffræðilegt slys. Að öllum líkindum gegnir hún hlutverki og það sem helst kemur til greina er að hún hvetji okkur til þess að þykja vænt hvert um annað. Hungur knýr okkur til að leita matar, losti hvetur til kynferðislegrar hegðunar, reiði leiðir til árásargirni þegar við stöndum frammi fyrir einhvers konar ógn – og samlíðan er til staðar til að hvetja til samkenndar og óeigingirni.24 Samt sem áður eru tengslin á milli samlíðunar (í þeim skilningi að spegla tilfinningar annarra) og samkennd (í þeim skilningi að finna fyrir væntumþykju og sýna hana) flóknari en margur heldur.25 Í fyrsta lagi, getur samlíðan vissulega verið sjálfvirk og ómeðvituð – grátandi manneskja getur haft áhrif á líðan þína jafnvel þó að þú sért þér ekki meðvitaður um að það sé að gerast og myndir fremur kjósa að hún hefði ekki áhrif – en það breytir því ekki að við ráðum því oft hvort við höfum samlíðan með annarri manneskju. Ég heyri kannski af pyntingum sem pólitískur fangi verður fyrir og get með aðstoð viljans ímyndað mér (í óendanlega minni mæli að sjálfsögðu) hvernig sé að vera hann. Ég get horft á einhverja konu á sviði taka á móti verð- launum og valið að finna taugaveiklun hennar og stolt. Þegar samlíðan er til staðar getur hún því verið afrakstur siðferðilegs vals, fremur en tilefni þess. Samlíðan er einnig mótuð af því sem manni finnst um hina manneskj- una.26 Í einni rannsókn áttu karlkyns þátttakendur að taka þátt í viðskiptum við ókunnugan einstakling og hann annað hvort umbunaði eða svindlaði á þeim. Síðan horfðu þeir á ókunnuga einstaklinginn fá milt raflost. Þegar sá ókunnugi var góðviljaður og fékk raflost þá sýndu þátttakendur taugaviðbrögð í samræmi við samlíðan – það sem þeir sáu lýsti upp sama hluta af heila þeirra og ef þeir sjálfir hefðu fengið raflost. En þegar sá ókunnugi var illgjarn og fékk raflost, þá var ekki að finna neina samlíðan; sá hluti af heilanum sem er tengdur við verðlaun og ánægju lýstist upp í staðinn. (Konur fóru aftur á móti síður í mann- greinarálit eða voru einfaldlega vinsamlegri, þær sýndu samlíðunarviðbrögð óháð því hvernig sá ókunnugi hafði komið fram). 24 Sjá frekari umræðu hjá C. Daniel Batson, Altruism in Humans, New York: Oxford Univer- sity Press, 2011. Sjá nánar um samlíðan og samkennd frá þróunarsjónarmiði hjá Martin Hoffman, Empathy and Moral Development. 25 Sjá einnig Jesse Prinz, „Is Empathy Necessary for Morality?“, Empathy: Philosophical and Psychological Perspectives, ritstjórar Amy Coplan og Peter Goldie, New York: Oxford Uni- versity Press, 2010. 26 Tania Singer, Ben Seymour, John P. O’Doherty, Klaas E. Stephan, Raymond J. Dolan, og Chris D. Frith, „Empathic Neural Responses Are Modulated by the Perceived Fairn- ess of Others“, Nature 439/2006, bls. 466–469.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.