Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 146
SAMlÍðAN Og SAMKENND
151
þær að ýta á takka sem færir þeim mat ef slíkar gjörðir reynast meiða aðra rottu.
Slík hegðun gæti verið til marks um samkennd. En kaldranalegri skýring er
sú að apar og rottur – og kannski einnig menn – hafi þróast á þann hátt að þeim
finnist kvöl annarra óþægileg, án þess að þeim þyki einlæglega vænt um ein-
staklingana sem eru að þjást. Þeir upplifa kannski samlíðan en ekki samkennd.
Þó má ekki neita því að þegar við fylgjumst með ungabörnum hegða sér
sjáum við sitthvað meira. Þau snúa ekki einfaldlega baki við manneskjunni sem
þjáist. Þau reyna að láta manneskjunni líða betur. Þroskasálfræðingar hafa um
tíma tekið eftir því að eins árs gömul börn klappa og strjúka öðrum sem eru í
uppnámi.38 Sálfræðingurinn Carolyn Zahn-Waxler og samstarfsmenn hennar
hafa komist að því að þegar ung börn sjá fólkið í kringum þau hegða sér líkt og
það upplifi sársauka (líkt og móðir barns sem rekur hné sitt í eða rannsakandi
sem festir fingur sinn í klemmuspjald) bregðast þau við með því að hugga.39
Stúlkur eru líklegri til þess að hugga en drengir40 en það er stutt með fleiri rann-
sóknum sem gefa til kynna að konur hafi almennt meiri samlíðunar- og sam-
kenndargetu.41 Og þú getur séð svipaða hegðun hjá öðrum prímötum.42 Sam-
kvæmt fremdardýrafræðingnum (e. primatologist) Frans de Wal, þá mun simpansi,
ólíkt apaketti, halda utan um þolandann og strjúka honum eða snyrta.
Engu að síður er viðleitni kornabarna og smábarna til þess að hugga langt í
frá fullkomin. Hún er ekki jafn algeng og hún gæti verið – smábörn hugga minna
en eldri börn sem hugga minna en fullorðið fólk. Og smábörn bregðast stundum
við sársauka annarra með því að komast í uppnám og hugga sig sjálf en ekki
einstaklinginn sem þjáist. Sársauki sem sprettur úr samlíðan er óþægilegur og
stundum eru þessi óþægindi yfirþyrmandi. Slíkt á líka við um rottur. Í einni
rannsókn þar sem rottur fengu tækifæri til að ýta á handfang til þess að koma
í veg fyrir að önnur rotta fengi í sig sársaukafullt raflost þá ýttu margar rott-
urnar ekki á handfangið heldur „hörfuðu til baka út í hornið á búrinu lengst frá
and Physiological Psychology 55/1962, bls. 123–125; george E. Rice. Jr., „Aiding Behavior
vs. Fear in the Albino Rat“, Psychological Record 14/1964, bls. 165–170.
38 Sjá nánar Martin L. Hoffman, Empathy and Moral Development.
39 Carolyn Zahn-Waxler, JoAnn L. Robinson og Robert N. Emde, „The Development of
Empathy in Twins“, Developmental Psychology 28/1992, bls. 1038–1047; Carolyn Zahn-
Waxler, Marian Radke-Yarrow, Elizabeth Wagner og M. Chapman, „Development of
Concern for Others“, Developmental Psychology 28/1992, bls. 126–136.
40 Zahn-Waxler, Robinson og Emde, „Development of Empathy in Twins“.
41 Nancy Eisenberg og Randy Lennon, „Sex Differences in Empathy and Related Capaci-
ties“, Psychological Bulletin 94/1983, bls. 100–131.
42 Frans de Waal, The Ape and the Sushi Master. Cultural Reflections of a Primatologist, New York:
Basic Books, 2001.