Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 149
PAUl BlOOM
154
barn og bað það um að rétta sér ákveðna hluti fyrir viss verkefni.52 Til dæmis
hafði sá fullorðni könnu af vatni við hlið sér og spurði barnið, „getur þú rétt
mér bollann svo ég geti hellt vatninu í hann?“ Þegar hluturinn sem óskað var
eftir var viðeigandi – til dæmis óbrotinn bolli – þá réttu börnin yfirleitt hlut-
inn. En stundum var hluturinn sem beðið var um ekki hentugur fyrir verkefnið,
svo sem bolli sem var með sprungu. Martin og Olson komust að því að börnin
hunsuðu oft umbeðna hlutinn og fóru og náðu í þann sem var æskilegur, svo sem
óbrotinn bolla sem var annars staðar í herberginu. Svo að börnin voru ekki bara
hugsunarlaust að hlíta fyrirmælum fullorðna fólksins; þau vildu í raun og veru
aðstoða við að vinna verkefnið.
Ef hjálpsemi barnanna stýrist auk þess raunverulega af hagsmunum ann-
arra, þá ættu þau að vanda vel hverja þau aðstoða. Sálfræðingurinn Amrisha
Vaish og samstarfsfélagar hennar komust að því að þriggja ára börn voru líklegri
til að hjálpa einhverjum sem hafði áður hjálpað öðrum og minna líkleg til að að-
stoða einhvern ef sá hafði verið grimmur við aðra manneskju.53 Sálfræðingarnir
Kristen Dunfield og Valerie Kuhlmeier fengu svipaðar niðurstöður þegar þær
rannsökuðu tuttugu og eins mánaða gömul börn.54 Smábörnin sátu beint á móti
tveimur rannsakendum sem hvor um sig hélt á leikfangi og gáfu til kynna að
barnið gæti fengið. Hvorugt leikfangið náði þó til barnsins vegna þess að einn
rannsakandinn var að stríða og neitaði að afhenda það á meðan hinn reyndi að
gefa barninu það en missti það. Síðar þegar smábörnin fengu sitt eigið leikfang
og áttu að rétta rannsakendum það, höfðu þau tilhneigingu til að afhenda leik-
fangið þeim sem hafði lagt sig fram, en ekki hinum sem stríddi þeim.
Það að deila einhverju er frekari vitnisburður um samkennd og óeigingirni.
Börn byrja ósjálfrátt að deila með öðrum á seinni hluta fyrsta árs lífs síns og
tíðnin rýkur upp á árinu sem fylgir.55 Þau deila með fjölskyldu og vinum, en varla
52 Alia Martin og Kristina R. Olson, „When Kids Know Better. Paternalistic Helping in
3-Year-Old Children“, Developmental Psychology 49/11, 2013.
53 Amrisha Vaish, Malinda Carpenter og Michael Tomasello, „Young Children Selecti-
vely Avoid Helping People with Harmful Intentions“, Child Development 81/2010, bls.
1661–1669.
54 Kristen A. Dunfield og Valerie A. Kuhlmeier, „Intention-Mediated Selective Helping in
Infancy“, Psychological Science 21/2010, bls. 523–527.
55 Harriet L. Rheingold, Dale. F. Hay og Meredith J. West, „Sharing in the Second Year of
life“, Child Development 47/1976, bls. 1148–1158; Dale F. Hay, „Cooperative Interactions
and Sharing Between Very Young Children and Their Parents“, Developmental Psychology
6/1979, bls. 647–658; Dale F. Hay og Patricia Murray, „Giving and Requesting. Social
Facilitation of Infants’ Offers to Adults“, Infant Behavior and Development 5/1982, bls. 301–