Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 150
SAMlÍðAN Og SAMKENND
155
nokkru með ókunnugum. Sumir vísindamenn og sumir foreldrar hafa áhyggjur
af því að börnin deili ekki nógu miklu og varpa fram þeim spurningum hvort
það endurspegli siðferðilegan vanþroska af barnanna hálfu. En það er hugsan-
lega ósanngjörn niðurstaða. Er það nokkuð svo ósvipað því að fullorðinn ein-
staklingur sé hikandi við að rétta ókunnugum einstaklingi bíllyklana sína að
tveggja ára barn í rannsóknarstofu sálfræðings upplifi óþægindi við að rétta leik-
föngin sín barni sem það er nýbúið að kynnast?
Af þessum sökum kemur það ekki á óvart að rannsóknir sem skoða vilja
ungra barna til þess að deila sýni ekki skýrar niðurstöður. Sálfræðingurinn Celia
Brownell og samstarfsfélagar hennar aðlöguðu tilraunaaðferð (e. experimental
method) sem upphaflega var hönnuð til að kanna óeigingirni í simpönsum og
staðsettu barnið á milli tveggja handfanga og gáfu því val um að toga í annað
hvort þeirra.56 Ef barnið togaði í annað handfangið fékk það nammi og rann-
sakandinn sem sat á móti því fékk einnig nammi. Ef það togaði í hitt handfangið
fékk barnið eitt nammi en manneskjan sem sat á móti fékk ekki neitt. Þegar við-
takandinn hinum megin var hljóður, tosuðu bæði átján mánaða og tuttugu og
fimm mánaða börnin í handfangið af handahófi en gerðu enga tilraun til þess að
gefa fullorðnu manneskjunni nammið. Þegar rannsakandinn sagði: „Mér finnst
kex gott. Mig langar í kex“, þá hjálpuðu þau sem voru tuttugu og fimm mánaða
en yngri börnin sýndu áfram handahófskennda hegðun.
Í grein sinni lögðu rannsakendur áherslu á björtu hliðarnar: tveggja ára
börn „deila sjálfviljug mikilsmetnum verðmætum með einstaklingum sem eru
ekki skyldir þeim, þegar það hefur engan kostnað í för með sér að gera það.“
Þetta er vissulega aðdáunarvert, en mér finnst forvitnilegt að hvorugur hópur
barnanna skildi deila nokkru án þess að vera hvattur til þess, jafnvel í aðstæðum
þar sem börnin höfðu engu að tapa. Mín ágiskun er sú að það sé vegna þess að
ókunnugur fullorðinn einstaklingur sat hinum megin við borðið. Ef þetta hefðu
til að mynda verið foreldar þeirra eða afar og ömmur þá hefðu börnin verið mun
vinsamlegri.
Vert er að leggja áherslu á þetta síðasta atriði og við munum koma ítrekað
aftur að því það sem eftir er bókarinnar. Fyrir fjögurra ára aldur sýna börn litla
ósjálfráða góðvild þegar kemur að ókunnugu fullorðnu fólki. Það er vissulega
rétt að sumar rannsóknirnar sem við höfum rætt, til dæmis þær sem snúast um
hjálpsemi, vitna um vinsamlega hegðun í garð fullorðinna sem eru hvorki vinir
310; Harriet Rheingold, Dale Hay og Meredith West, „Sharing in the Second Year“.
56 Celia A. Brownell, Margarita Svetlova og Sara Nichols, „To Share or Not to Share.
When Do Toddlers Respond to Another’s Needs?“, Infancy 14/2009, bls. 117–130, til-
vitnun frá bls. 125.