Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 152

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 152
SAMlÍðAN Og SAMKENND 157 aðra og slíkt verður tíðara eftir því sem þau eldast.59 Árið 1935 greindi sálfræðingurinn Charlotte Buhler frá snjallri tilraun um það hvernig sektarkennd er kölluð fram í börnum.60 Fullorðnum einstaklingi og barni var komið fyrir í herbergi og sá fullorðni bannaði barninu að snerta leik- fang sem var handan seilingar. Svo brá sá fullorðni sér frá og yfirgaf herbergið eitt augnablik. Rannsakendur komust að því að öll eins árs og tveggja ára gömul börn „skildu það þannig að bannið ætti ekki lengur við á því augnabliki er sam- bandið við hinn fullorðna rofnaði, og þau léku sér við leikfangið“. En þegar hinn fullorðni snýr svo skyndilega til baka verða 60 prósent af sextán mánaða gömlu börnunum og 100 prósent af átján mánaða gömlu börnunum „verulega vandræðaleg, þau roðna og snúa sér skelfingu lostin að hinum fullorðna.“ Tuttugu og eins mánaða börn „gerðu tilraunir til að bæta aðstæðurnar með því að skila leikfanginu skyndilega á sinn stað.“ Hræðslan sem börnin sýndu gæti hafa verið án siðferðilegrar þyngdar en vandræðagangurinn – roðinn! – sýnir að eitthvað annað var einnig á ferðinni. Slíkum ósjálfráðum birtingarmyndum sektarkenndar var skipt út fyrir afdráttarlausa siðferðilega sjálfsréttlætingu þegar börnin voru eldri: tveggja ára börnin í rannsókninni gerðu tilraunir til að „rétt- læta […] óhlýðnina, til dæmis með því að fullyrða að þau ættu sjálf leikfangið.“ líkt og við höfum séð bera börn næmt skynbragð á góðar og slæmar gjörðir annarra löngu áður en þau eru fær um að hegða sér á góðan eða slæman hátt sjálf. Það virðist því líklegt að „siðgæðisvitundin“ snúi í upphafi að öðrum og beinist síðar inn á við, með auknum þroska. Á þessum tímapunkti fara börn að sjá sig sem boðunarmenn siðferðis og slík kennsl koma fram þegar þau finna fyrir sektarkennd, skömm og stolti. Við höfum séð að það eru ákveðnar takmarkanir á samlíðunar- og samkenndar- getu barna, en þetta ætti ekki að leiða huga okkar frá því hversu aðdáunarvert það er að upplifa slíka siðgæðishegðun og slíkar siðferðiskenndir í svo ungum verum. Samuel Johnson orðar þetta best (í allt öðru samhengi): „Þetta líkist hundi sem gengur á afturfótunum. Það er ekki vel gert; en það kemur þér á óvart að það sé yfirleitt hægt.“ En eðlislæg samúð okkar ætti ekki að hafa komið Darwin á óvart eða mörgum af þeim vísindamönnum, heimspekingum og guðfræðingum sem voru fyrirrennarar hans. Þetta var niðurstaðan sem ein af hetjum þessarar bókar lýsti 59 Sjá nánar Martin L. Hoffman, Empathy and Moral Development. 60 Charlotte Buhler, From Birth to Maturity. An Outline of the Psychological Development of the Child, London: Kegan Paul, 1935, bls. 66–67, tilvitnun sótt í Peter Hobson, The Cradle of Thought. Exploring the Origins of Thinking, london: Macmillan, 2002.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.