Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 168
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“
173
— sem engir skilja.
Sjá einhver stendur
við stundaglasið
og allt er grasið
tvær óséðar hendur. (206)52
Hér er dauðanum líkt við ljúfan, draumlausan svefn að unnu dagsverki. Í lokin
er svo vikið að duldu lögmáli og þar með tilgangi lífsins. Um leið opnast sú
handanlæga vídd sem nefnd var hér framar. Þar birtist óþekkt vera sem vakir yfir
stundaglasi og mælir hinn afmarkaða tíma jarðlífsins. Er nærtækt að skilja mynd-
ina sem vísun til guðdóms sem er þá nátengdur náttúrunni en grasinu, hinni
grænu breiðu sem „[…] hylur moldu / og menn og tíðir“, er líkt við verndandi
hendur tímavarðarins sem umlykja allt. (205) Dauðinn líkist því algleymissvefni
í öruggum höndum.53
kenndin sem „Í Reykjagarði“ miðlar kom þegar fram í einu elsta ljóði Hann-
esar; „Bláir eru dalir þínir“. Þar lýsir ljóðmælandi því hve sæl gleymskan verði
„[…] undir grasi þínu / byggð mín í norðrinu […]“ (4) Síðarnefnda ljóðið hverf-
ist vissulega ekki um dauðann heldur er það þvert á móti hylling til fæðingar- og
uppeldishéraðs skáldsins og því öðrum þræði óður til lífsins. Þar er dauðanum
lýst sem algleymi í fangi elskanda en ekki í höndum guðdóms.
Spurningin um samband lifenda og látinna hefur löngum verið áleitin
í ljóðum Hannesar Péturssonar. Hún kemur til að mynda fram í kirkjugarðs-
ljóðinu „Þú gekkst mér við hlið“.54 (377) Vangavelta ljóðmælanda þar tengist
óbeint hinni áleitnu spurningu Steins Steinarrs: „[…] hvort er ég heldur hann,
sem eftir lifir, / eða hinn, sem dó?“55 Svarið í ljóði Hannesar er að hin látnu lifi
áfram í hugum þeirra sem muna þau.56 Að þeim síðarnefndu gengnum tekur
getur jafnvel komið fram á líknandi hátt. Í „Við gistum borgir“ (Fyrir kvölddyrum, 2006)
segir ljóðmælandi frá dvöl sinni í (þýskri?) borg sem gengið hefur í gegnum „hildarleik“
og „djöfulæði“ þegar þessi bænarorð voru hrópuð: „Blær dauðans, kom þú.“ (21)
52 Sterk tengsl virðast vera milli ljóðanna „Í Reykjagarði“, „Í Goðdölum“ frá 1975 úr
„Ýmis kvæði“ í Kvæðasafni og „Þú gekkst mér við hlið“ frá 1976 úr 36 ljóð sem vísa öll til
ferðar tveggja vina að Reykjum í Tungusveit sumarið 1968. (Sjá bls. 205–206, 282–283,
376–377)
53 Hér mætti líta svo á að um algyðistrú sé að ræða. Sjá þó síðar.
54 Ort 1976, birtist í 36 ljóð.
55 Steinn Steinarr, Kvæðasafn og greinar, Reykjavík: Helgafell, 1964, bls. 156.
56 Svipaðrar hugsunar um dauðann og gleymskuna gætir í „Hjá leiði“ (1970, Rímblöð). Þar
er þögninni sem umvefur hinn dauða líkt við stein við hellismunna sem vísar til grafar
Krists. (221)