Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 186

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 186
FYRIR HVERjA ERu FRÆðIn? 191 fræðin eigi að vera jafn mikið fyrir okkur öll þá virðist með sömu rökum fljóta af því að dreifa eigi vitsmunalegum afurðum jafnt til okkar allra. Er þetta sú merking sem við ættum að leggja í slagorðið? Í krafti hvers gæti verið hægt að halda þessu fram? 3. Gildi þekkingar Eflaust er hægt að svara þessari spurningu með ýmsum hætti en ég held að væn- legast sé að gera það með því að beina sjónum okkar fyrst að því í krafti hvers vitsmunaleg gæði eins og þekking hafa gildi almennt og yfirleitt.9 Hvers vegna skiptir til dæmis máli að vita eitthvað? Til að svara þessu er gagnlegt að gera greinarmun á tvenns konar skýringum á því að eitthvað hafi gildi eða sé einhvers virði. Annars vegar getur eitthvað verið einhvers virði í krafti þess að færa okkur eitthvað annað sem er einhvers virði. Segja má að slík fyrirbæri hafi nytjagildi (e. instrumental value), því gildi þeirra liggur í því hvað þau geta fært okkur. nærtækasta dæmið um þetta er líklega peningar. Peningar eru einhvers virði – að minnsta kosti upp að vissu marki – að svo miklu leyti sem við getum notað þá til að kaupa aðra hluti sem eru okkur einhvers virði. Peningar hafa því ótvírætt nytjagildi. Á hinn bóginn virðist gildi peninga vera takmarkað að því leyti að ef við gætum af einhverjum ástæðum ekki notað þá til að kaupa hluti – ef íslensku krónurnar okkar yrðu til dæmis algjörlega verðlausar einn góðan veðurdag – þá er ljóst að þær væru svo gott sem einskis virði (nema kannski sem eins konar safngripur – en látum það liggja milli hluta). Því má segja að peningar hafi aðeins nytjagildi en að þá skorti aftur á móti það sem kalla má gildi í sjálfu sér, eða eiging- ildi (e. intrinsic value). Það sem hefur eigingildi er einhvers virði óháð því hvort og þá hvað annað það færir okkur sem er einhvers virði.10 Vandasamt er að taka dæmi um fyrirbæri sem hafa eigingildi því segja má að nokkrar af stærstu átakalínum siðfræðinnar snúist einmitt um hvort fyrirbæri eins og hamingja, farsæld, eða góður vilji hafi gildi í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að eitthvað verður að hafa eigingildi ef nokkuð á að hafa gildi yfirleitt. Þetta má sýna fram á með nokkuð óyggjandi hætti með því að rekja gildi hlutar aftur til uppruna síns, til dæmis svona: Segjum sem svo að tiltekinn hlutur X hafi gildi. Þá hefur X annaðhvort eigingildi eða nytjagildi. Ef X hefur eigingildi er aug- 9 Það sem ég segi um gildi þekkingar á líka við um gildi annarra vitsmunalegra gæða, svo sem skilnings og sannra viðhorfa. 10 Mikael M. Karlsson hefur rætt um hugtakið eigingildi í samhengi náttúruverndar í grein- inni „náttúran sem skepna“, Náttúrusýn, ritstjórar Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason, Reykjavík: Háskóli Íslands, bls. 91–101.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.