Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 189

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 189
FInnuR DEllSén 194 Eitt mögulegt svar – sem ég held að gangi ekki fyllilega upp – er að það sé að- eins mín eigin þekking sem sé nokkurn tímann einhvers virði. Samkvæmt þessu er það einhvers virði þegar ég veit eitthvað, en það er einskis virði ef einhver annar veit það. Svona sjálfshyggja um gildi þekkingar er þversagnakennd því sá sem setur hana fram er í raun að segja að sjálfshyggjan gildi aðeins um hann sjálfan og engan annan. Ef einhver annar heldur fram samhljóða kenningu um sjálfan sig, það er að segja að aðeins þekking hans sé einhvers virði, þá neyðist sjálfs- hyggjusinninn til að hafna því að sú kenning sé rétt. Sjálfshyggjusinnar eru því í þeirri þversagnakenndu stöðu að þurfa að neita því að aðrir sjálfshyggjusinnar geti haft rétt fyrir sér. Annað mögulegt svar er að það séu engir einstaklingar hvers þekking er ein- hvers virði – að minnsta kosti ekki í sjálfu sér. Samkvæmt þessari hugmynd er þekking í raun einskis virði í sjálfu sér, því það er aldrei neins virði þegar einhver veit eitthvað og eins og áður segir er þekking ekkert annað en það að einhver einhvers staðar veit eitthvað. Svona tómhyggja um gildi þekkingar er hins vegar líka dálítið þversagnakennd að því leyti að ef það væri satt felst í svarinu sjálfu að það er einskis virði að vita að það sé satt. Auk þess virðist tómhyggja um gildi þekkingar stangast á við þá staðreynd að við leggjum mikið upp úr því að vita alls konar hluti, eins og áður segir (sjá §3). Tómhyggjan ætti því að minnsta kosti að valda okkur talsverðum vonbrigðum. Þriðja mögulega svarið held ég að sé langtum trúverðugast. Þetta svar kveður á um að þekking allra sé einhvers virði. Eða nánar tiltekið að sérhver einstakling- ur sé þannig að það hafi gildi – eigingildi, nytjagildi eða hvort tveggja – að við- komandi hafi vissa þekkingu. Enn nánar tiltekið, fyrir þá allra nákvæmustu, má orða þetta svona: Um sérhvern einstakling E gildir að til eru staðreyndir S1,...,Sn þannig að það er einhvers virði að E viti S1,...,Sn. Þessa hugmynd ætla ég að kalla þekkingarlega jafnaðarstefnu, því hún felur í sér að við séum öll jöfn að því leyti hvort það að við höfum tiltekna þekkingu hafi eitthvert gildi.15 Það er auðvelt að misskilja hvað felst í þessari hugmynd. Þekkingarleg jafn- aðarstefna felur ekki í sér að það sé einhvers virði að vita hvað sem er – hvað einhvers virði almennt þá hljóti þekking allra að vera einhvers virði. 15 Eins og áður segir tel ég að engin skipuleg umræða hafi átt sér stað um þá spurningu sem þekkingarleg jafnaðarstefna veitir svar við (sjá neðanmálsgrein 14). Eðli málsins sam- kvæmt hefur þessi hugmynd því ekki verið sett fram áður – að minnsta kosti ekki svo ég viti til – og ég leyfi mér að fullyrða að „þekkingarleg jafnaðarstefna“ sé nýyrði á íslensku. Á hinn bóginn hefur enska orðið „epistemic egalitarianism“ verið notað áður en þá í talsvert annarri merkingu; sjá Richard Foley, Intellectual Trust in Oneself and Others, Cam- bridge: Cambridge university Press, 2001, hér bls. 83–130, og linda Zagzebski, „Ethical and Epistemic Egoism and the Ideal of Autonomy“, Episteme 3/2007, bls. 252–263.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.