Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 193
FInnuR DEllSén
198
hvort sem um er að ræða fræðafólk eða einhverjir aðrir – hvers þekking skiptir
á einhvern hátt meira máli en þekking allra hinna. Af því leiðir að ef og að því
marki sem fræðin snúast um að skapa þekkingu sem hefur gildi þá geta þau tæp-
ast snúist um að skapa aðeins þekkingu hjá fræðafólkinu sjálfu. nei, þau hljóta
þá að eiga að snúast um að skapa slíka þekkingu hjá okkur öllum, hvaða hlut-
verki sem við gegnum í samfélaginu.
Hér er þá komið eins konar uppkast að þeim heimspekilega grundvelli fyrir
slagorðinu um að fræðin séu fyrir okkur öll sem ég lofaði í upphafi greinarinnar.
Það byggir á grundvallarreglunni um þekkingarlega jafnaðarstefnu – að þekking
okkar allra sé jafn mikils virði – og á ákveðinni hugmynd um að eitt grund-
vallarmarkmið fræðanna sé að skapa þekkingu sem hefur gildi fyrir okkur. Því ef
fræðin eiga að snúast um að skapa slíka þekkingu, og virði hennar ræðst ekki af
því hver býr yfir henni, þá hljóta fræðin að eiga jöfnum höndum að skapa þekk-
ingu hjá hverju og einu okkar. Þetta held ég að sé nokkurn veginn sú merking
sem við ættum að leggja í slagorðið um að fræðin séu fyrir okkur öll.
7. Þekkingarleg verkaskipting
Rétt er að taka fram að með því að segja að fræðin eigi að snúast jöfnum höndum
um að skapa þekkingu hjá hverju og einu okkar er ekki verið að segja að fræðin
eigi að snúast um að skapa jafn mikla þekkingu – hvað þá sömu þekkingu – hjá
hverju og einu okkar. Þá hefði enda verið hægt að afskrifa þessa afstöðu með
einfaldri og sannfærandi mótbáru. Sú mótbára er í stuttu máli að það sé óhjá-
kvæmilegt að fræðafólk sjálft öðlist meiri þekkingu en aðrir, að minnsta kosti á
sínu sérsviði, vegna þess að þekkingarsköpunin sjálf felur það í sér að sá sem
skapar þekkinguna þarf að búa yfir, eða mun öðlast, meiri þekkingu á tilteknu
sérsviði. Þessi mótbára höfðar til fyrirbæris sem kalla má þekkingarlega verkaskipt-
ingu (e. epistemic division of labor). Áður en lengra er haldið skulum við kafa aðeins
dýpra í þetta fyrirbæri og hvaða þýðingu það hefur fyrir hugmyndina um að
fræðin séu fyrir okkur öll.
Félagsfræðingar á borð við émile Durkheim hafa bent á að nútímasamfélög
byggjast að miklu leyti á verkaskiptingu milli einstaklinganna innan þeirra.22
Þegar talað er um verkaskiptingu kemur kannski fyrst upp í hugann skipting á
áþreifanlegum verkum eins og landbúnaðarstörfum og fataviðgerðum, þar sem
fólk sinnir tiltekinni vinnu og fær fyrir það greitt beint eða óbeint. En svo eru
sum verk sem við skiptum á milli okkar sem eru talsvert óáþreifanlegri og verka-
22 émile Durkheim, The Division of Labour in Society, þýðandi W.D. Halls, new York: Free
Press, 1997.