Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 197

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 197
FInnuR DEllSén 202 stefnu stjórnvalda og háskóla að hvetja eða jafnvel skylda fræðafólk til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi (e. open access) og þá auknu áherslu sem lögð hefur verið á að fræðafólk kynni rannsóknarniðurstöður í fjölmiðlum. Hvort tveggja stuðlar með augljósum hætti að því að koma þeirri þekkingu sem verður til innan fræðanna út til þeirra sem eiga jafn mikinn rétt á að öðlast hana, ef marka má þekkingarlega jafnaðarstefnu, eins og þeir sem búa þekkinguna til. Að því sögðu er einnig ljóst að á mörgum sviðum er hægt að gera mun betur í því að raungera hugmyndina um að fræðin eigi að vera fyrir okkur öll. Tvennt má nefna sérstaklega í því sambandi. Í fyrra lagi felst í þessari hugmynd að fræðafólk eigi helst að setja mál sitt fram með hætti sem hægt er að ætlast til að aðrir en fræðafólkið sjálft geti skilið. Að öðrum kosti verður engin þekking til nema hjá fræðafólkinu sjálfu – þekkingin „afritast“ ekki með þeim hætti sem hún ætti að gera (sjá §7).27 Vissulega er að sumu leyti óhjákvæmilegt, sérstaklega eftir því sem sérhæfingin eykst innan fræðanna, að fræðafólk tileinki sér tæknilegan orðaforða og greiningaraðferðir sem aðrir munu eiga erfitt með að skilja, að minnsta kosti í fyrstu atrennu. Sumar afurðir fræðanna munu því væntanlega fyrst og fremst vekja áhuga fræðafólks, sem getur svo „staðið á herðum“ þeirra sem á undan komu til að „sjá lengra“. En að sama skapi er vel þekkt sú tilhneig- ing fræðafólks að skrifa óþarflega flókna og tyrfna texta, troðfulla af íðorðum á stöðum þar sem daglegt mál hefði vel dugað, sem verða þar með óskiljanlegir öllum nema örfáum sérfræðingum (og jafnvel þeim líka). Ef fræðin eiga að vera fyrir okkur öll þá hafa slíkir textar takmarkað gildi. Önnur praktísk afleiðing af hugmyndinni um að fræðin séu fyrir okkur öll eins og ég hef útlistað hana snýr að vali fræðafólks á rannsóknarefnum sínum. Víða innan fræðanna ræðst val á viðfangsefni rannsókna eðlilega að mjög miklu leyti af því hvað fæst birt hjá helstu tímaritum og bókaforlögum í viðkomandi grein. Og það sem fæst þar birt ræðst að minnsta kosti ekki að öllu leyti af því hvort það leiði til þekkingar sem líklegt má telja að gagnist almenningi, nú eða í framtíðinni. Það virðist til dæmis algengt að val fræðafólks á rannsóknar- efni stjórnist af því hvað annað fræðafólk er að rannsaka eða hefur rannsakað – væntanlega vegna þess að það er litið svo á, með réttu eða röngu, að það sé auðveldara að fá birta texta sem fjalla um sama efni og annað fræðafólk hefur nú þegar fjallað um. Með öðrum orðum verða til tískubylgjur og -bólur í fræðunum eins og víða annars staðar.28 27 Benjamin S. Freeling, Zoë A. Doubleday, Matthew j. Dry, Carolyn Semmler og Sean D. Connell, „Better Writing in Scientific Publications Builds Reader Confidence and Und- erstanding“, Frontiers in Psychology 714321/2021, bls. 1–8. 28 Cass R. Sunstein, Foreword: On Academic Fads and Fashions, Michigan law Review 6/2001,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.