Úrval - 01.06.1947, Page 5

Úrval - 01.06.1947, Page 5
BEETHOVEN 3 sagði hann við tvo af gestum sínum: „Klappið! Leikurinn er brátt á enda!“ Hann bað um erfðaskrá sína. Hann arfleiddi bróður- og fósturson sinn, sem var óþokki og fjárhættuspilari og varð með kæruleysi sínu valdur að dauða hans, að öllum eignum sínum. Nú átti hann að- eins eftir að öðlast frið við guð. Hann skriftaði, meðtók sakra- mentið og hin heilögu smyrsl, sem dauðvona mönnum eru veitt. „Þakka yður fyrir, faðir,“ sagði hann við prestinn. „Þér hafið fært sál minni frið.“ Hinn 28. marz var gestur hjá honum — ungur tónlistar- maður frá Graz, Anselm Hiitt- enbrenner að nafni. Schindler og Breuning, vinir Beethovens, fólu hann gæzlu Huttenbrenner síðari hluta dagsins. Þeir þurftu að fara út í kirkjugarð til að út- vega gröf. Klukkan fimm stanz- aði pýramídaklukkan, gjöf Lichnovski prinsessu. Hún er enn til; hún stanzar enn þegar stormur er í aðsigi. Klukkan hálfsex heyrðist fyrsta þruman. Þrumuveður vorsins þaut um götur Vínarborgar. Hinn dauð- vona maður opnaði djúpsett, leiftrandi augun og starði á skýin, sem klofnuðu undan eld- ingunum. Um sexleytið upp- tendraðist allt af ógnþrunginni eldingu og Anselm Húttenbrenn- er sá hann lyfta hægri hendinni og benda til himins. Svo hneig höndin aftur niður, andardrátt- urinn hljóðnaði og hjarta hans var að lokum í höfn friðarins. Enginn vinur eða ættingi, ekkert barn eða eiginkona var hjá honum á dauðastundinni. Hann dó í vanhirtu herbergi, í lúsugu rúmi, yfirgefinn, fátæk- ur, heyrnarlaus og þögull, útfrá hræðilegum þjáningum. Ókunn- ugur maður lokaði augum hans. Hann var mesti tónsnillingur heimsins. Og hinn 26. marz er ár hvert haldinn hátíðlegur til minningar um dauða hans. Ef einhver spyrði, hvers vegna hann er ,,mestur“ allra töframanna í heimi tónanna, eru svörin fleiri en eitt. í fyrsta lagi: meðal vest- rænna þjóða er nafn hans kunn- ara en nokkurs annars manns. Ekkert annað tónskáld nálgast hann að vinsældum. Enginn einstaklingur í sögu tónlistar- innar hefir orkað svo mjög á ímyndunarafl mannanna sem hann; ekkert eitt tónskáld hefir haft jafn djúptæk áhrif á mann- kynið og Beethoven.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.