Úrval - 01.06.1947, Síða 15

Úrval - 01.06.1947, Síða 15
Endurminningar frá strönd bernskunnar. Irúr til dauðans. Smásaga eftir Martin Andersen Nexö. ‘Y7’IÐ heyrum svo oft sagt, að ’ nú á tímum geti allir kom- izt áfram, ef þeir eru gáfaðir. Fólk keppist blátt áfram um að vekja athygli á gáfnaljósunum og gefa þeim tækifæri til að þroskast. Það er næstum orðin veigamesta vörnin fyrir ríkj- andi ástandi — já, sjálfur til- veruréttur þess — að þjóðfé- lagið sé orðið svo fullkomið, að allir, sem eigi það skilið, kom- ist áfram í lífinu. En í hvert skipti, sem ég heyri þetta, verður mér hugsað til allra þeirra veslings manns- sálna, sem ég hefi séð farazt í vonlausri baráttu fyrir því að komast í ljósið. Ef aðeins lítið brot af þeim gáfum og hæfileik- um, sem á liðnum tímum hafa verið til meðal alþýðu manna, en aldrei notið sín, hefði fengið að þrozkast, hefði heimurinn litið allt öðruvísi út nú. Rétt er það að vísu gamla orðtækið, sem segir, að það sé tilgangslaust að gráta yfir ó- fæddu barni, en sorglegt er að horfa á gáfubarn sjá dagsins ljós og berjast hetjulegri bar- áttu til þess að fá að njóta sín — og kikna síðan undan misk- unnarleysi hversdagsins. Á bernskuárum mínum heyrði ég fullorðna fólkið oft tala um tónsnillinginn Bohn, hjáleigu- bónda á norðurströnd Borgund- arhólms. Allir á eyjunni virtust þekkja hann og örlög hans. Hann gat spilað á öll hljóðfæri um leið og hann fékk þau í hendur. Hann gat jafnvel töfrað fram lög úr, að því er virtist, dauð- um hlutum — borðplötu, gluggarúðu, tómri flösku. Nót- urnar hafði hann lært af sjálf- um sér og gat skrifað upp lag jafnóðum og það var spilað. Hann samdi mörg tónverk og bjó þau út fyrir hljómsveit, og hann myndaði stóra hljómsveit, sem hann stjórnaði sjálfur, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.