Úrval - 01.06.1947, Qupperneq 21

Úrval - 01.06.1947, Qupperneq 21
TRÚR TIL DAUÐANS 19 sóknin vill einnig fá orgel, svo mjög hrífur orgelleikur hans. — Það er rétt eins og sjálf- ur herrann væri hjá manni við guðsþjónustuna, segir gömul kona. Janus Bohn leikur nú á bæði orgelin alla sunnu- og helgidaga og fær 25 krónur á ári fyrir það. Hann er hamingjusamur. Hann er launaður starfsmaður! Bræður hans líta upp til hans, Benjamíns fjölskyldunnar, eins og hann væri þeirra elztur, og allir tala um snilligáfu hans og hrista höfuðið, þeir dást að honum. En hann heldur áfram að bera út póstinn á virkum dögum, spila í kirkjunni á sunnudögum og byggja orgel á nóttunni. Seytján orgel auðnast honum að byggja áður en hann verður sextugur, þau eru í kirkjum og trúboðshúsum víðsvegar um eyna og bera vitni dugnaði hans, iðni og trúfesti. Janus Bohn hefir haft lánið með sér; það sem föðurnum mistókst svo átakanlega, lánaðist honum. Samanlagt hafa þeir sigrað — þannig lítur Janus á það. — Hvað værum við bræðurn- ir án föður okkar, segir hann við þá. — Hann varð að fara á undan okkur og ryðja veginn fyrir okkur. Já, lánið lék við Janus Bohn! Þegar hann varð sextugur, voru laun hans sem organleikara hækkuð um helming, og menn ympruðu á því að réttast væri að sjá fyrir honurn, svo að hann þyrfti ekki lengur að ganga þessa þrjátíu km á dag með þungan póstpokann á bakinu, en gæti setzt í helgan stein og iðkað list sína í næði. Það þyrfti að vekja áhuga þingmannsins á því, og fá hann til að útvega honum svolítil eftirlaun frá rík- inu. Eitthvað varð að gera! En forlögin ætluðu sér annað með hann, og þau urðu fyrri til. Um sumarið hafði verið settur ofn í kirkjuna, og þegar kveikt var upp hljóp dyntur í orgel Janusar Bohn og það vildi ekki hlýða smiði sínum og meistara. Janus komst að þeirri niður- stöðu, að það yrði að stilla það alveg að nýju. Gamli maðurinn hóf starfið vonglaður — á dag- inn fór hann með póstinn eins og venjulega, og á nóttunni lá hann uppi á gamla kirkjuloftinu og vann að hinu ástkæra hljóð- færi sínu. Þetta var í desember og tíðin slæm, hörkufrost og snjóbyljir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.