Úrval - 01.06.1947, Side 24

Úrval - 01.06.1947, Side 24
22 ÚRVAL Hershey, „þandist það út. En þegar það kólnaði meira, dróst það saman. Yfirborð járnsins kólnar fyrr en kjarninn, og af því leiðir, að yfirborðið dregst saman í sama bili og kjarninn þenst út. Kolefnið, sem var blandað járninu, varð því fyrir þrýstingi, sem nam 180.000 pundum eða 90 smálesturn á ferþumlung.“ Á þennan hátt skapar náttúr- an demantana; jörðin er deiglan. Ef menn ættu völ á slíkri deiglu, mælti ekkert á móti því, að þeir gætu skapað demanta er jöfn- uðust á við Cullinandemantinn, sem er hinn stærsti, er fundizt hefir. En þar sem Hershey hafði ekki hvítglóandi hnött til um- ráða, reyndi hann að notast við ofnkrílið sitt. Þegar hann hafði kælt járnblönduna, vann hann að því í 300 klukkustundir að leysa járnið upp. Að því loknu var grafítið og kolefnið leyst upp í margskonar sýrum, og síðan hófst leitin að demöntun- um í kolefnissallanum. Tveir demantar fundust, og reyndust þeir við nánari athug- un vera algerlega ógallaðir. Enda þótt þeir væru litlir, voru það þó stærstu demantarnir, sem gerðir hafa verið af manna- höndum. Upp frá þessu hefir tilraun- unum verið haldið áfram, með ýmsum aðferðum og misjöfn- um árangri. Yfir 50 demantar hafa verið framleiddir í rann- sóknarstofum McPhersonsskól- ans, en hinn stærsti vóg aðeins V3o úr karati. Sem stendur þarf móðir náttúra því ekki að kvíða samkeppninni. Þar sem hún ræður yfir stærri deiglu, fram- leiðir hún stærri demanta og á auðveldara með það. Og þeir kosta heldur ekki eins mikið og tilbúnu demantarnir. Sagan af demöntunum og hinni aldagömlu baráttu rnanna og kvenna til þess að eignast þá, er eilíft og æsandi ævintýri, fléttað gleði og sorg. Þekkið þér harmsögu dem- antsins, sem eitt sinn var nefnd- ur Pittsteinninn, en síðar Reg- entdemanturinn ? Fátækur þræll fann hann í Partealnámunni í Indlandi árið 1701, og hann hefir síðan orðið valdur að stríðum, morðum og samsærum. Engum er lengur kunnugt um nafn þrælsins, sem fann dem- antinn, en örlög hans eru kunn. Hann var að vísu ekki heiðar- legur þræll, en hann þráði frels-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.