Úrval - 01.06.1947, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
Hershey, „þandist það út. En
þegar það kólnaði meira, dróst
það saman. Yfirborð járnsins
kólnar fyrr en kjarninn, og af
því leiðir, að yfirborðið dregst
saman í sama bili og kjarninn
þenst út. Kolefnið, sem var
blandað járninu, varð því fyrir
þrýstingi, sem nam 180.000
pundum eða 90 smálesturn á
ferþumlung.“
Á þennan hátt skapar náttúr-
an demantana; jörðin er deiglan.
Ef menn ættu völ á slíkri deiglu,
mælti ekkert á móti því, að þeir
gætu skapað demanta er jöfn-
uðust á við Cullinandemantinn,
sem er hinn stærsti, er fundizt
hefir.
En þar sem Hershey hafði
ekki hvítglóandi hnött til um-
ráða, reyndi hann að notast við
ofnkrílið sitt. Þegar hann hafði
kælt járnblönduna, vann hann
að því í 300 klukkustundir að
leysa járnið upp. Að því loknu
var grafítið og kolefnið leyst
upp í margskonar sýrum, og
síðan hófst leitin að demöntun-
um í kolefnissallanum.
Tveir demantar fundust, og
reyndust þeir við nánari athug-
un vera algerlega ógallaðir.
Enda þótt þeir væru litlir, voru
það þó stærstu demantarnir,
sem gerðir hafa verið af manna-
höndum.
Upp frá þessu hefir tilraun-
unum verið haldið áfram, með
ýmsum aðferðum og misjöfn-
um árangri. Yfir 50 demantar
hafa verið framleiddir í rann-
sóknarstofum McPhersonsskól-
ans, en hinn stærsti vóg aðeins
V3o úr karati. Sem stendur þarf
móðir náttúra því ekki að kvíða
samkeppninni. Þar sem hún
ræður yfir stærri deiglu, fram-
leiðir hún stærri demanta og á
auðveldara með það. Og þeir
kosta heldur ekki eins mikið og
tilbúnu demantarnir.
Sagan af demöntunum og
hinni aldagömlu baráttu rnanna
og kvenna til þess að eignast
þá, er eilíft og æsandi ævintýri,
fléttað gleði og sorg.
Þekkið þér harmsögu dem-
antsins, sem eitt sinn var nefnd-
ur Pittsteinninn, en síðar Reg-
entdemanturinn ? Fátækur þræll
fann hann í Partealnámunni í
Indlandi árið 1701, og hann
hefir síðan orðið valdur að
stríðum, morðum og samsærum.
Engum er lengur kunnugt um
nafn þrælsins, sem fann dem-
antinn, en örlög hans eru kunn.
Hann var að vísu ekki heiðar-
legur þræll, en hann þráði frels-