Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 32
30
tJRVAL
skoðun að umhverfið ráði mestu
um þroska barnsins. Eiginleik-
ar sem slíkir gangi ekki að erfð-
um. Það eru viss skilyrði eða
hneigðir sem erfast, og sem alit
eftir áhrifum umhverfisins þró-
ast til sérstakra eiginleika. Það
hefur jafnvel verið sannreynt,
að gáfur, sem menn hingað til
hafa álitið að væru meðfæddir
eiginleikar, geta vaxið eða
minnkað fyrir áhrif umhverfis-
ins.
Og þessi vaxandi skilningur
manna á þýðingu umhverfisins
leggur þjóðfélagi auknar skyld-
ur á herðar. Það eru ekki til
börn sem eru vond að eðlisfari,
segja höfundarnir, jafnframt
því sem þau gerast talsmenn
þeirrar uppeldisaðferðar, sem
leggur ekki fyrst og fremst
• áherzlu á að fordæma barnið og
predika fyrir því, en reynir í
stað þess að skilja og finna or-
sakasamhengi í hegðun þess.
Ameríski barnasálarfræðing-
urinn Weill hefur einu sinni
sagt, að ef við fullorðna fólkið
viljum skilja hvernig umhverf-
ið lítur út í augum ungbarnsins,
verðum við að leggjast flöt á
gólfið. Allt virðist þá svo óend-
anlega stórt, og ef við rísum
upp á hnén, fáum við hugmynd
um hvernig sjóndeildarhringur
6—7 ára barns er.
Það er þessi hæfileiki til að
setja sig í spor barnsins, sem
gengur eins og rauður þráður í
gegnum bókina. Þau andmæla
kröftuglega þeirri hlýðniskröfu,
sem skeytir ekkert um náttúr-
legar þarfir barnsins. Það kem-
ur ósjaldan fyrir, að foreldrar
gera kröfur og setja boð og
bönn, sem ekki er nein skynsam-
leg ástæða fyrir. Oft eru for-
boðin sprottin af því að foreldr-
arnir eru í slæmu skapi, og á
eftir þora þau svo ekki að taka
fyrirskipunina aftur, af ótta við
að barnið hætti að virða boð
þeirra. Það er augljóst mál, að í
þröngri íbúð hlýtur tillitið til
húsgagna, næðis og þæginda
hinna fullorðnu að leiða til þess
að banna verður börnunum
meira en hollt er. Eins og nú
er ástatt, er erfitt við þessu að
gera. En mikið ávinnst ef menn
játa það hreinskilnislega, að það
er tillitið til eigin hagsmuna sem
í slíkum tilfellum fær foreldrana
til að banna og refsa — en ekki
,,óhlýðni“ barnsins. Með því má
að minnsta kosti komast hjá að
skapa sektarvitund hjá barninu
að nauðsynjalausu. Og mikið má
gera til að bæta fyrir þessar