Úrval - 01.06.1947, Síða 36
Amerískur mannfræðingur, prófessor við
Yaleháskóla, ræðir negravandamálið
frá sjónarmiði mannfræðinnar.
Negravandamálið í Ijósi mannfrœðinnar
Grein úr „The American Mercury",
eftir Ralph Linton.
EGAR rætt er um kynþátta-
vandamálin í Bandaríkjun-
um, skýtur jafnan fyrr eða síð-
ar upp spurningunni: Hver er
hin varanlega lausn negra-
vandamálsins að áliti mann-
fræðinga? Þó að ég leiði oftast
hjá mér að svara þessari spurn-
ingu ef ég get, verð ég stund-
um að svara því til, að flestir
mannfræðingar séu á einu máli
um það, að negravandamálið
verði úr sögunni eftir tvö
hundruð ár; að þeim tíma liðn-
um verði menn með greinileg
negraeinkenni svo fáir, að þeir
muni ekki skapa nein vanda-
mál.
Þetta álit mannfræðinganna
er byggt á þrem meginstað-
reyndum. Hin fyrsta er sú, að
þótt negrunum hafi stöðugt
farið fjölgandi í Bandaríkjun-
um síðan 1790 að fyrsta negra-
manntalið var gert, hefir hvít-
um mönnum fjölgað hlutfalls-
lega enn meira. 1 öðru lagi er
heimkynni negranna ekki leng-
ur aðeins í Suðurríkjunum,
heldur dreifast þeir nú æ meira
norður á bóginn. Hin þriðja og
mikilvægasta er sú, að banda-
rískir negrar verða ljósari á
hörund með hverri kynslóð.
Athugum þetta nánar: Árið
1790 voru 19,3 af hundraði eða
nálega fimmtungur allra íbúa
Bandaríkjanna negrar. Árið
1920 voru 9,9 af hundraði, eða
tæpur tíundi hluti, negrar. Síð-
an hefir hundraðshluti þeirra
stöðugt farið minnkandi, en þó
mun hægar. Barnaviðkoman er
meiri meðal negra en hvítra
manna, en ungbarnadauði með-
al þeirra gerir meira en vega
þar upp á móti. Árið 1940 dóu
73 af hverjum 1000 lifandi
fæddum negrabörnum áður en
þau náðu eins árs aldri. Á sama