Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 61

Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 61
VANSKAPNINGAR KJARNORKUALDARINNAR 59 mátti segja, að þær væru til bóta. Samtímis þessum tilraunum höfðu erfðafræðingar komizt að þeirri niðurstöðu, að arf- gengi í mönnum hlýddi ná- kvæmlega sömu lögmálum og í flugum. Þeir voru því ekki í neinum vafa um, að næstum öll þau afbrigði, sem tekizt hafði að skapa með röntgengeislum í flugunum, mundi á sama hátt vera hægt að skapa í mönnum. Börn gætu fæðzt með stýfða handleggi eða fætur, hálfblind eða alblind; börn með afbrigði- legan augnalit, aukalimi og ótal öðrum sérkennum. En hvern gat dreymt um, að slík tilraun yrði nokkurn tíma gerð — að tugþúsundir manna yrðu ofur- seldir slíkum geislaverkunum ? En það var einmitt þetta, sem skeði, þegar kjarnorkusprengj- unum var varpað á japönsku borgirnar. Ástæðan til þess að við vitum enn aðeins lítið um árangurinn af þessum „tilraunum“ er sú, að áhrifanna gætir ekki í þeim einstaklingum, sem verða fyrir geislunum; það er í æxlunar- frumunum (eggi konunnar og sæðisfrumu karlmannsins), sem breytingin á sér stað. Og hún verður ekki sýnileg fyrr en í af- kvæminu, eða að öllum líkind- um ekki fyrr en í öðrum lið, því að það er svo um flestar þessar stökkbreytingar, að þær koma ekki fram nema afkomendur þeirra sem erfðu stökkbreyt- ingarnar eigi börn saman. Örsjaldan eru stökkbreyting- arnar til bóta; en miklu oftar eru þær til tjóns. Auk þess sem ósennilegt er, að nokkuð það sem óeðlilegt er talið í útliti manna verði álitið æskilegt. Það gæti til dæmis verið gagnlegt að hafa þrjár hendur — en myndi nokkur æskja þess? Og nú komum við að geislun- um. Þrennskonar geislar mynd- ast við atómsprengingar: alfa- geislar, betageislar og gamma- geislar. Bein geislun kemur einkum frá gammageislunum (sem eru sama og röntgengeisl- ar); það voru þeir, sem íbúar Hiroshima og Nagasaki urðu fyrir. Alfa- og betageislarnir fara miklu hægar. Þeir stafa frá ögnum, sem magnast hafa geisl- um, og þessar agnir verður að öllum jafnaði að gleypa, ef geislarnir eiga að geta gert tjón. En til lengdar eru þeir enn hættulegri en gammageislarn- 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.