Úrval - 01.06.1947, Side 69
HÆTTAN AF RlKISVALDINU
67
því komizt, að sendiherrar hefðu
allmikil völd, sem þeir hafa nú
misst. Útvarpið hefir opnað
stjórnmálamönnunum leið til að
tala til allrar þjóðarinnar, og
dregur það úr áhrifum ein-
stakra þingmanna í kjördæmum
þeirra. Það er ódýrara að gefa
út einn kosningapésa, þar sem
flokksforinginn er hafinn til
skýjanna, heldur en fleiri smá-
pésa, þar sem gerð er grein fyr-
ir einstökum frambjóðendum í
hinum ýmsu kjördæmum. Af-
leiðing þessara og annarra svip-
aðra aðstæðna er sú, að forustu-
mennirnir eru orðnir enn áhrifa-
meiri, en minni spámennirnir
áhrifaminni en átti sér stað áð-
ur fyrr. í sumum löndum hefir
þetta reynzt hættulaust, en
annars staðar hefir það vissu-
lega rutt einræðinu braut.
Nú á tímum er ríkið voldug-
ast allra stofnana. Þannig hefir
það ekki alltaf verið. Sú var tíð-
in, að ofsafengnir aðalsmenn
voru valdameiri en konungarn-
ir og kirkjan áhrifameiri en hin-
ir eiginlegu þjóðhöfðingjar. f
Ameríku hefir það lengi verið
álitamál, hvort hægt væri að
neyða auðjöfra landsins til að
lúta stjórn, sem þeim væri ekki
að skapi, ef til kæmi. Þau öfl,
sem hafa beitt sér gegn ríkinu,
hafa venjulega verið öfl stjórn-
leysis, sem ekki var hægt að
mæla bót — en ef ríkið sjálft
eykur völd sín út yfir viss tak-
mörk, getur þetta breytzt. Sögu-
lega séð er ríkið stofnun, sem
gætir sameiginlegra hagsmuna
þegnanna gegn glæpamönnum
innanlands og óvinum utan-
lands. Ef frá eru talin tímabil of-
beldis og byltinga, er starfssvið
þessarar stofnunar háð lögun-
um, og hið upprunalega hlut-
verk ríkisins að láta lög og rétt
koma í staðinn fyrir valdbeit-
ingu einstaklingsins í samskipt-
um þegnanna. Á meðan þetta
var nálega eina hlutverk ríkis-
ins, sá herinn og lögreglan um
framkvæmd þess. En smátt og
smátt hefir mönnum fundizt
óhjákvæmilegt, að ríkið tæki að
sér hlutverk, sem ella yrðu ekki
leyst af hendi, eða áður höfðu
verið í höndum einstaklinga.
Þeirra mikilvægast má vafa-
laust telja fræðslumálin, sem í
Englandi voru í höndum ein-
staklinga fram til ársins 1870.
Og allan fyrri helming nítjándu
aldar var ákaft barist gegn
hvers konar heilsuverndarlög-
gjöf með þeirri röksemd, að
heilsuvernd væri einkamál, sem