Úrval - 01.06.1947, Síða 69

Úrval - 01.06.1947, Síða 69
HÆTTAN AF RlKISVALDINU 67 því komizt, að sendiherrar hefðu allmikil völd, sem þeir hafa nú misst. Útvarpið hefir opnað stjórnmálamönnunum leið til að tala til allrar þjóðarinnar, og dregur það úr áhrifum ein- stakra þingmanna í kjördæmum þeirra. Það er ódýrara að gefa út einn kosningapésa, þar sem flokksforinginn er hafinn til skýjanna, heldur en fleiri smá- pésa, þar sem gerð er grein fyr- ir einstökum frambjóðendum í hinum ýmsu kjördæmum. Af- leiðing þessara og annarra svip- aðra aðstæðna er sú, að forustu- mennirnir eru orðnir enn áhrifa- meiri, en minni spámennirnir áhrifaminni en átti sér stað áð- ur fyrr. í sumum löndum hefir þetta reynzt hættulaust, en annars staðar hefir það vissu- lega rutt einræðinu braut. Nú á tímum er ríkið voldug- ast allra stofnana. Þannig hefir það ekki alltaf verið. Sú var tíð- in, að ofsafengnir aðalsmenn voru valdameiri en konungarn- ir og kirkjan áhrifameiri en hin- ir eiginlegu þjóðhöfðingjar. f Ameríku hefir það lengi verið álitamál, hvort hægt væri að neyða auðjöfra landsins til að lúta stjórn, sem þeim væri ekki að skapi, ef til kæmi. Þau öfl, sem hafa beitt sér gegn ríkinu, hafa venjulega verið öfl stjórn- leysis, sem ekki var hægt að mæla bót — en ef ríkið sjálft eykur völd sín út yfir viss tak- mörk, getur þetta breytzt. Sögu- lega séð er ríkið stofnun, sem gætir sameiginlegra hagsmuna þegnanna gegn glæpamönnum innanlands og óvinum utan- lands. Ef frá eru talin tímabil of- beldis og byltinga, er starfssvið þessarar stofnunar háð lögun- um, og hið upprunalega hlut- verk ríkisins að láta lög og rétt koma í staðinn fyrir valdbeit- ingu einstaklingsins í samskipt- um þegnanna. Á meðan þetta var nálega eina hlutverk ríkis- ins, sá herinn og lögreglan um framkvæmd þess. En smátt og smátt hefir mönnum fundizt óhjákvæmilegt, að ríkið tæki að sér hlutverk, sem ella yrðu ekki leyst af hendi, eða áður höfðu verið í höndum einstaklinga. Þeirra mikilvægast má vafa- laust telja fræðslumálin, sem í Englandi voru í höndum ein- staklinga fram til ársins 1870. Og allan fyrri helming nítjándu aldar var ákaft barist gegn hvers konar heilsuverndarlög- gjöf með þeirri röksemd, að heilsuvernd væri einkamál, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.