Úrval - 01.06.1947, Síða 74

Úrval - 01.06.1947, Síða 74
TJppeldisvandamál: Getur nokkur gefið ráð? Úr „Reader’s Digest", eftir J. P. McEvoy. Þegar ég var nngur og- laglegur, átti ég lítinn dreng, sem neitaði að æfa sig á píanóið. „Gott og vel,“ sagði ég, „hættu bara að æfa þig.“ Drengnum fannst þetta ágæt lausn, og afleiðingin varð sú, að hann lærði aldrei að spila, og höfum við báðir séð eftir því alla tíð síðan. Nú á ég sjö ára dóttur, sem líka neitar að æfa sig, en ég ætla að fara öðruvísi að. Ég hefi lesið það eftir einhvem barnasálarfræðing, að böm- in læri alltaf af fordæmi, aldrei eftir skipun. Mér fannst þetta sltynsam- legt. Vinur minn, fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin, var væntanlegur til Havana til að halda hljómleika. „Við skulum bjóða honum til miðdegis- verðar og biðja hann að hafa fiðluna með,“ sagði ég við konuna mína. „Það getur haft góð áhrif á Pat litlu.“ Menuhin kom og bað um að fá næði til að æfa sig fyrir hljómleik- ana. Það var auðsótt. Við lánuðum honum gestaherbergið við hliðina á barnaherberginu. Pat og Peggy vom i bamaherberginu, og þegar ég gægð- ist inn, stóðu þær við lokaða hurðina og hlustuðu með andagt. Ég var hreykinn af hugkvæmni minni og vænti hins bezta. „Hvernig finnst ykkur?“ spurði ég. Pat leit alvarlega á mig og spurði: „Hver er þarna inni?“ Ég sagði henni, að það væri Menuhin, fræg- asti fiðluleikari heimsins, hann ætlaði að halda hljómleika i stærsta hljóm- leikasal Havana um kvöldið. „Hvað er hann að gera þarna?“ spurði Peggy, sem var sex ára. „Hann er að æfa það, sem hann ætlar að spila í kvöld,“ sagði ég. „Kann hann það þá ekki?“ spurði Pat. „Auðvitað kann hann það,“ sagði ég dálítið óþolinmóður, ,,en mikill listamaður er ekki ánægður nema með það allra bezta.“ „Nú,“ sagði Pat hugsandi.Ég þótt- ist viss um góðan árangur af kænskubragði mínu, en hver dagur- inn leið af öðrum án þess að Pat sett- ist við píanóið. Þegar vika var liðin kom ég að máli við hana. „Ég hefi ekkert heyrt í píanóinu undanfarið," sagði ég. „Það er kannski af því að ég hefi ekkert æft mig,“ sagði Pat. „Já, ætli það ekki — og hvers vegna, ef ég má spyrja ?“ sagði ég dálitið óþolinmóður. Föðurleg þolin- mæði á sér líka takmörk. „Ég skal segja þér, pabbi, ég ætla að hætta að æfa mig,“ sagði Pat. „Ég hefi ver- ið að hugsa um þennan Menuhin. Fyrst hann þarf að æfa sig eítir öll þessi ár, hvað þýðir þá fyrir mig að reyna?“ Hvað á ég nú að taka til bragðs? Getur nokkur gefið mér ráð?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.