Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 76
'74
tjRVAL
Þegar leið að morgunverði,
brutust þúsundir njósnara út úr
fylkingunni og dreifðu sér í leit
að matföngum. Þrestirnir létu
ekki á sér standa, þeir steyptu
sér niður og margir njósnar-
anna hurfu í gin þeirra, en hin-
ir héldu áfram í leit að æti.
Sá fyrsti kom aftur og sagði
frá tré, sem þakið var lirfum.
Stór sveit maura klifraði upp
trjástofninn, dreifði sér um
greinarnar og gæddi sér á lirf-
unum.
Annar njósnari kom skjögr-
andi til baka. Hann hafði misst
þrjá af sex fótum sínum og að-
eins helmmgur var eftir af báð-
um þreifiöngunum. Hann átti
erfitt með að rata, því að í
þreifiöngunum bjó snertiskynj-
un hans og lyktnæmi. Sjúkra-
berar komu honum til aðstoðar.
Þeir kræktu saman bitkrókum
sínum og mynduðu þannig
sjúkrabörur, sem þeir báru hinn
slasaða njósnara á til fylkingar-
innar, svo að hann gæti gefið
skýrslu. Hann hafði fundið
geysistórt vespuhreiður, sem
hékk í tré.
Hann var borinn í fylkingar-
brjósti, svo að hann gæti vísað
veginn að hreiðrinu. Herinn um-
kringdi hreiðrið og tók að tæta
utan af því blöðin. Vespurnar
vörðu börn sín og heimili
hraustlega, en það kom fyrir
ekki. Maurarnir héldu áfram
hergöngunni. *
Maurarnir ferðast að jafnaði
eina mílu á þremur og hálfri
klukkustund. Um kvöldið námu
þeir staðar eins og venjulega og
kræktu sér saman í stóran
hnykil. Um morguninn rann
fylkingin af stað aftur. Hafði
henni nú borizt rnikill liðsauki.
Stór kyrkislanga hafði marið
sundur villisvín og gleypt það
heilt, skammt frá leið maur-
anna. Því næst hafði slangan
vafið sig um trjágrein og hugð-
ist sofa þar í næði á meðan hún
var að melta svínið.
Maurarnir runnu á lyktina.
Þeir ruddust upp tréð af mikl-
um móði. Slangan svaf svo vært,
að hún vaknaði ekki einu sinni,
þegar maurarnir flæddu yfir
hana eizis og bráðin tjara. Fyrst
blinduðu þeir hana, svo átu þeir
allan daginn, þangað til ekkert
var eftir nema skinin beinin.
Því næst skriðu þeir aftur sam-
an í hnykil undir nóttina.
I dögun lögðu þeir enn af
stað í áttina til þorpsins og ráku
allt á undan sér. Fótatak þessa
miljónahers í þögulum frum-