Úrval - 01.06.1947, Side 81

Úrval - 01.06.1947, Side 81
ALÞJÓÐLEGT VANDAMÁL gluggann á hans eigin svefn- klefa!“ Og — „Frakkar eru dónar og ruddar. Hefi ég nokkurn tíma sagt þér frá ensku stúlkunum tveim, sem var fleygt af lestinni, svo að þær urðu að ganga alla leið til Cannes?“ O. s. frv. Við Rachel fórum inn í matsal- inn. Ef til vill hefir kaffið verið óvenju gott þennan morgun, kaffibrauðið óvenju Ijúffengt. Mér tók að renna reiðin. Bros- legu hliðar atburðarins birtu mér hann í nýju ljósi. Ég mundi nú að það hafði verið skemmtileg- ur glettnisglampi í augum Frakkans. Hann hafði bersýni- lega yndi af orðasennum, og sama var að segja um mig. Allt í einu yfirféll mig sú hræðilega hugsun, að ef til vill hafi Frakk- inn verið í sínum fulla rétti. Gat ekki verið, að einkaréttur okkar til klefans félli úr gildi við fyrstu dagskímu morgunsins ? Vafalaust var það það, sem þjónninn hafði verið að reyna að skýra fyrir mér. Ég spratt á fætur og tróð mér gegnum þvöguna í ganginum þangað til ég rakst á fyrrver- andi andstæðing minn. Fjand- samleg augu fólksins hvíldu á mér, og Frakkinn sneri sér að 79> mér, reiðubúinn að mæta nýrri árás. Ég rétti honum höndina. „Monsieur, je regrette infini- ment. Mér þykir mikið fyrir þessu. Sökin var mín. Ég bið yð- ur margfaldlega afsökunar.“ Ah alors! Hvílíkar sættir! — Hvílík sameining tveggja hjartna, sem forherzt höfðu um stund hvort gagnvart öðru af heimskulegum misskilningi! — Frakkinn faðmaði mig og þrýsti mér að brjósti sér. Fyrrverandi andstæðingar okkar flykktust umhverfis okkur. Tappi small úr vínflösku einhvers staðar í hópnum, og flaskan gekk frá munni til munns án nokkurra hreinlætisráðstafana. — Við drukkum heill hvers annars, og síðan heill föðurlanda okkar. Þegar við Rachel stigum af lestinni, báru margar greiðfús- ar hendur farangur okkar út á stöðina. Allir vagngluggar voru fullir af brosandi, vingjarnleg- um andlitum. Frakkinn sendi mér koss á fingri og deplaði augunum kankvíslega til mín. „Ó, ungfrú, ef ég væri ekki giftur . . .“ Það síðasta sem ég sá til hans, var hatturinn, sem hann veifaði til mín af gallverskri kurteisi í kveðju skyni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.