Úrval - 01.06.1947, Side 97

Úrval - 01.06.1947, Side 97
ADAM 95’ áleit einnig, að þessir geisl- ar væru skaðlegir, en ég vissi ekki, hve skaðsemi þeirra var mikil.“ „Við vitum það nú,“ sagði ég. „Já,“ sagði Pell, „við vitum það nú.“ Svo bætti hann við: „Hafa konur líka orðið ófrjó- ar?“ Ég kvaðst ekki geta sagt um það á þessu stigi málsins. Allir karlmenn virtust hafa orðið ófrjóir, en sennilega fáar eða engar konur. Pell taldi, að hér væri um ein- hverja óþekkta geisla að ræða. „Ég fæ ekki séð, að það skipti miklu máli, hvaða geislar hafa verið hér að verki,“ sagði ég. „Nei, að vísu,“ mælti Pell, „vitneskjan um það hefir ekki nema fræðilegt gildi — úr því sem komið er.“ Við birtum fregnina þetta sama kvöld, og hún hafði þegar í stað hin mestu áhrif um ger- vallan heim. Sumir töldu hana í fyrstu herfilegustu blekkingu, en aðrir kváðust hafa búizt við einhverju slíku og ekki betra. Englandskonungur talaði í Lundúnaútvarpið og sagði, að ríkisstjórninni hefði verið kunn- ugt um málið og verið væri að gera nauðsynlegar ráðstafanir. í París kom til óeirða, en það eru alltaf óeirðið í París. Frá Moskvu bárust engar fréttir. Forsetinn hvatti þjóðina til að sýna stillingu. En yfirleitt gekk lífið sinn vanagang. Heimurinn tifaði eins og klukka, sem aldrei verður dreginn upp aftur, en sýnir rétt- an tíma, þar til hún er útgengin. Vorið kom og unga fólkið varð ástfangið eins og áður — það dreymdi framtíðardrauma um nýtízku hús með barnaher- bergjum, eins og ekkert hefði ískorizt. Blöðin voru auðvitað yfirfull af greinum um málið. Athuganir höfðu verið gerðar um allan heim, jafnvel í myrkviðum Afríku og meðal Eskimóa, en allt bar að sama brunni — það var engin von. Hinn 21. júní birtist þessi fyrirsögn í Daily News: Engar fæðingar eftir morgundaginn! Heimurinn stóð á öndinni og bjóst við hinu versta, enda kom það á daginn. Falsfréttir komu upp annað veifið eins og við var að búast, en þegar haustaði, var fólk yfir- leitt farið að sætta sig við að deyja út, enda þótt forsetinn hefði veitt ótamkmarkað fé til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.