Úrval - 01.06.1947, Page 105
ADAM
103
eins og verðlaunahund. Ég má
ekki hreyfa mig fet héðan, nema
það eigi að halda sýningu á mér.
Þá færa þeir mig í fín föt og
fara með mig til fólks, sem ég
þekki ekki neitt. Eg er enginn
sýningargripur! Ég er venju-
legur maður!“
„Auðvitað," sagði ég.
„Ég er fús til að gera skyldu
mína, en þeir hafa ekkert leyfi
til að stía okkur hjónunum í
sundur.“
„Hefurðu ekki fengið að sjá
Mary Ellen?“ „Nei, nei. Ég
bað um að fá að fara til Tarry-
town sem snöggvast eða fá kon-
una hingað, en Phelps-Smythe
og Klutz þverneituðu.“
„Vertu rólegur, Hómer. Ég
skal kippa þessu í lag.“
Ég stakk upp á því, að við
færum niður í „Bláa salinn.“
Það var enginn hægðarleikur, að
eiga að vera gæzlumaður Hóm-
ers Adam. Myndir af honum
voru í öllum blöðum og allir
þekktu hann. Auk þess var út-
lit hans mjög sérkennilegt —
maðurinn var eins og flaggstöng
með eldrauðan búsk á toppin-
um. Þó að Hómer hefði verið
gult Bengaltígrisdýr, hefði hann
ekki vakið meiri athygli.
Þegar við komum inn í sal-
inn, þagnaði hljóðfæraleikurinn
strax, og allir fóru að hvíslast
á og stara á okkur.
Ég kom auga á Óskar Finney
og veifaði til hans. Með hon-
um var undarleg stúlka, gullhvít
á hörund, klædd í gulleitan silki-
kjól. Hún var dásamlega vel
vaxin. Ég kom henni ekki fyrir
mig í bili, en svo þekkti ég hana.
Það var Kathy Riddell, dans-
mærin fræga.
Þau komu að borðinu til okk-
ar og settust. Kathy fór um-
svifalaust að tala um fornleifa-
fræði — hún hafði lesið um það
í blöðunum, að Hómer hefði ætl-
að sér að verða fornleifafræð-
ingur. Það tengdi þau saman,
því að faðir hennar var þekkt-
ur fornleifafræðingur.
Hómer spurði hana, hvort
faðir hennar hefði ekki unnið
við Aztekgröftinn alkunna. Hún
kvað svo vera, og hún sagðist
sjálf vera afskaplega hrifin af
Huitzilopochtli-musterinu. Hóm-
er sagðist vera það líka. Það
voru einkennilegustu borðhalds-
viðræður, sem ég minnist að
hafa heyrt.
Við borð skammt frá okkur,
sat Fay Knott, kvenþingmaður.
Allir þekkja Fay Knott. Þegar~
hún var nítján ára gömul þótti.