Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 73
KOMIÐ AÐ KELDUiI
89
staðinn myndi hann nú vera
aliur i auðn.
Uppblástur og sandfok hafa
veitt Rangárvöllunum þungar
búsifjar. Sandbyijir voru þar oft
skelfilegir og lögðu fjölda býla
í eyði. Einna verst var ástandið
rétt fyrir og um síðustu alda-
mót. Þá gáfust þar margir bænd-
ur upp, fyrir sandinum, fjöl-
skyldur tvístruðust og margir
fóru á vonarvöl. Sandgræðsla
var óþekkt hugtak og litiilar
aðstoðar að vænta frá landssjóði
eða stjórnarvöldum. En Guð-
mundur Brynjólfsson þraukaði
á Keldum og bauð sandinum
byrginn, þó að bæir færu í eyði
ailt i kring. Síðar tóku synir
bans við, einkum Skúli, sem bjó
þar í bálfa öid, og er saga bans
mikil hetjusaga. Guðmundur
.Brynjólfsson var þrigiftur og
átfi 24 börn. Sagt er, að hann
hafi átt jafnmargar jarðir og
börn og þegar sandurinn gekk á
heimajörðina með eyðandi afli,
gat hann lagt kotin, sem bann
átti í kring, undir hana. Þeir,
sem koma að Keldum, ættu að
ganga upp fyrir túnið, Jíaðan er
hin fegursta útsýn til Heklu og
Þríhyrnings og hins græna og
gilskorna Vatnsdalsfjalls. En þó
er ekki minna varið í að sjá hina
miklu varnargarða, sem hlaðnir
voru Keldnatúninu til bjargar,
— og Jjeir björguðu því. Og nú
virðist Sandgræðsla rikisins
hafa náð svo góðum tökum á
sandinum á Rangárvöllum, að
hættunni á uppblæstri sé nú
loksins bægt frá. Sandarnir gróa
óðum og akrar hylja völl.
Eitt er það enn á Keldum,
annað en hinn gamli skálaviður,
sem hendir á háan aldur skál-
ans og á, að hann hafi lengi
staðið þar sem hann er nú. Það
eru hin fornu jarðgöng, sem
fundust 1932 og liggja frá vest-
urenda skálans og niður að
læknum sunnan við bæinn. I
hvaða tilgangi þau hafa verið
gerð, er víst engan veginn Ijóst.
Leynigöng, segja sumir, svo að
fólk gæti forðað sér og komizt
undan, ef ófrið skyldi bera að
höndum — eins og við mátti
buast á Sturlungaöld. Þangað,
að Keldum, kom Þórður kakali
í liðsbón til Steinvarar systur
sinnar og hins grandvara frið-
sama manns hennar, Hálfdánar,
sem hikaði nokkuð við að kasta
sér út í vígaferli og óvissu, sem
von var. Bauð Steinvör þá að
afhenda honum búrlyklana, sem
frægt er orðið. „Líklega eru þó
göng Jæssi ekki annað en rang-
hali til vatns,“ segir Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður í
grein um Keldur og má vera, að
það hafi verið aðalhlutverk
jDeirra. Eitt enn er líka hugsan-
legt, Jaað, að á meðan bærinn á