Úrval - 01.03.1963, Page 73

Úrval - 01.03.1963, Page 73
KOMIÐ AÐ KELDUiI 89 staðinn myndi hann nú vera aliur i auðn. Uppblástur og sandfok hafa veitt Rangárvöllunum þungar búsifjar. Sandbyijir voru þar oft skelfilegir og lögðu fjölda býla í eyði. Einna verst var ástandið rétt fyrir og um síðustu alda- mót. Þá gáfust þar margir bænd- ur upp, fyrir sandinum, fjöl- skyldur tvístruðust og margir fóru á vonarvöl. Sandgræðsla var óþekkt hugtak og litiilar aðstoðar að vænta frá landssjóði eða stjórnarvöldum. En Guð- mundur Brynjólfsson þraukaði á Keldum og bauð sandinum byrginn, þó að bæir færu í eyði ailt i kring. Síðar tóku synir bans við, einkum Skúli, sem bjó þar í bálfa öid, og er saga bans mikil hetjusaga. Guðmundur .Brynjólfsson var þrigiftur og átfi 24 börn. Sagt er, að hann hafi átt jafnmargar jarðir og börn og þegar sandurinn gekk á heimajörðina með eyðandi afli, gat hann lagt kotin, sem bann átti í kring, undir hana. Þeir, sem koma að Keldum, ættu að ganga upp fyrir túnið, Jíaðan er hin fegursta útsýn til Heklu og Þríhyrnings og hins græna og gilskorna Vatnsdalsfjalls. En þó er ekki minna varið í að sjá hina miklu varnargarða, sem hlaðnir voru Keldnatúninu til bjargar, — og Jjeir björguðu því. Og nú virðist Sandgræðsla rikisins hafa náð svo góðum tökum á sandinum á Rangárvöllum, að hættunni á uppblæstri sé nú loksins bægt frá. Sandarnir gróa óðum og akrar hylja völl. Eitt er það enn á Keldum, annað en hinn gamli skálaviður, sem hendir á háan aldur skál- ans og á, að hann hafi lengi staðið þar sem hann er nú. Það eru hin fornu jarðgöng, sem fundust 1932 og liggja frá vest- urenda skálans og niður að læknum sunnan við bæinn. I hvaða tilgangi þau hafa verið gerð, er víst engan veginn Ijóst. Leynigöng, segja sumir, svo að fólk gæti forðað sér og komizt undan, ef ófrið skyldi bera að höndum — eins og við mátti buast á Sturlungaöld. Þangað, að Keldum, kom Þórður kakali í liðsbón til Steinvarar systur sinnar og hins grandvara frið- sama manns hennar, Hálfdánar, sem hikaði nokkuð við að kasta sér út í vígaferli og óvissu, sem von var. Bauð Steinvör þá að afhenda honum búrlyklana, sem frægt er orðið. „Líklega eru þó göng Jæssi ekki annað en rang- hali til vatns,“ segir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður í grein um Keldur og má vera, að það hafi verið aðalhlutverk jDeirra. Eitt enn er líka hugsan- legt, Jaað, að á meðan bærinn á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.