Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 19

Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 19
BURT MEÐ FÆRIBANDIÐ 17 köstin að aukast og kostnaður að minnka. hagnaður allur að vaxa, með því að skipuleggja litla sam- stillta hópa og setja svo upp færi- bönd, þar sem fólki var komið fyr- ir eins og hjóli í vél eða vélum. Yrði starfið einfaldað og sama hreyfing sífellt endurtekin, átti að reynast auðvelt að læra fljótt og framkvæma rétt og vel. Fólk og vélar skyldi meðhöndlað á svipað- an hátt, og skipta um eftir vilja verkstjóra. Henry Ford á að hafa sagt í ræðu 1922: „Verkamaðurinn óskar fyrst og fremst starfs, sem ekki krefst hugsunar.“ Á ótrúlega stuttum tíma höfðu Bandaríkin komizt á tindinn í iðn- aðarafköstum, og konur og karlar nutu þar hæstu vinnulauna í ver- öldinni. En sú velmegun, sem hafði leyst verkamanninn frá hversdagslegum fjárhagsáhyggjum, miðað við fyrri tíð, hafði einnig vakið þörf hans fyrir sjálfsvirðingu og lífsfyllingu. Verkafólk nútímans, með alla sína skólagöngu að baki, hefur ekki minnsta áhuga á leiðinlegu skrif- stofustarfi eða vélrænu verksmiðju starfi. Það er einkar ófúst til að beygja sig fyrir nokkrum myndug- leika. Það metur starf eftir því, hvort það veitir ánægju og örugga fram- tíð. Og það kemst alltof fljótt á þá skoðun, að „það er engin framtíð í þessu“, eins og það er orðað. Hér er því vá fyrir dyrum. Að- staða verkamannsins til vinnu sinn ar er fjöregg þess frama, sem ákveð ur, hvort land hans stenzt í svipt- ingum samkeppninnar utan frá. Sú samkeppni fer stöðugt vaxandi. Þar duga engin vettlingatök, sýnd armennska eða skyndi „reddingar“. Það gildir einu um stuttan vinnu tíma, uppbætur og launahækkanir, verkamenn neita algerlega að láta gera sig að gervimennum. FRÁ FÆRIBANDI TIL SAMSTARFS Ekki alls fyrir löngu var gerð at- hugun við háskóla í Michigan. Þar skyldi fundið, hvað mestu varðaði um allan viðgang á vinnustað og ánægju starfsfólksins. Alls voru spurðir 1533 þátttak- endur, hvað þeir teldu frumskil- yrði ánægju við störf og afkasta. „Skemmtilegt starf“ var efst á blaði af svörunum. „Hátt kaup“ kom í fimmta sæti. Starfið þurfti að veita verkafólk- inu þá tilfinningu, að það væri að vinna eitthvað nytsamt og nauð- synlegt, efla ábyrgðartilfinningu og persónulegan þroska. Aðeins þann- ig yrði fólkið í „skapi“ til að leggja sig fram og gera afköstin góð. Smám saman vakna stjórnendur verkstæða og verksmiðja til vit- undar um, hver nauðsyn það er, að fólkið að starfi finni sitt eigið gildi. Um tveggja ára skeið hafa verka menn í 31 Chrysler-verksmiðju haft reglubundna fundi með verk- stjórum og forstjórum og rætt hug- myndir um bifreiðasmíði og verk- smiðjurekstur. Verkstjórarnir ganga sjálfir írá sínum færiböndum, velja sér verka fólk í sinn hóp og krefjast þess út-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.