Úrval - 01.04.1974, Page 47

Úrval - 01.04.1974, Page 47
HVAR ER FJALL BOÐORÐANNA TÍU? 45 rangþýtt „Rauða haf“, en í raun og veru heitir það „Sefhafið" eða „Sef vatnið“. Orðið siv — eða sef ■— er rétt spor í rétta átt, því að slíkur gróður vex aðeins í ósöltu vatni, ekki í sjó. Á tímum Móse voru einmitt vötn og mýrar í nánd við Nílarhólma, sem náðu þaðan alla leið frá Súez- flóa til Miðjarðarhafs. Nú er Súez- skurðurinn gegnum allt þetta svæði, vatnið orðið salt og sefið horfið. Flestir þeirra, sem rannsakað hafa þessi málefni, eru á eitt sáttir um, að það hafi verið eitt af vötn- um þessa mikla fenjaflóa, sem ísra elsmenn gengu yfir. Har E1 telur sterk rök fyrir því, að það hafi verið í nánd við núver- andi borg í Egyptalandi, sem heitir Kabrit, en þar sameinast tvö vötn, stóra og litla Beiskjuvatn. Áður en Súezskurðurinn umbylti öllu þarna, en honum var lokið 1869, var þarna mjótt og grunnt vað. „Og þegar hvassi suðaustan- vindurinn þýtur yfir fenin, kominn af auðninni," segir Har El, „ýfist vatnið og flyzt til norðvesturs, og getur þornað upp af grynningun- um,“ líkt og smáfoss á hamrabrún. Þetta kemur einmitt vel heim við lýsingu annarrar Mósebókar, 14. kap., 21. vers: „Drottinn hrakti hafið brott, með hvössum austanstormi, sem hélzt alla nóttina, og hann þurrkaði haf- ið, svo þar varð þurrt land. Og hafið skipti sér.“ SKREF FYRIR SKREF Eftir að ísraelsmenn voru komn- ir heilu og höldnu þarna yfir, hlutu þeir að íhuga, hvert halda skyldi. Þarna greinir kenningu Har Els mjög á við fyrri kenningar. í annarri Mósebók 5. 3. segir Móse við Faraó: „Leyf oss nú að fara þrjár dag- leiðir út í eyðimörkina og fórna þar til Drottins Guðs vors.“ Þetta er endurtekið í annarri Mósebók 8. 27.—28.: „Leyf oss að fara þrjár dagleiðir út í eyðimörkina." Og Faraó svarar: „Ég vil leyfa ykkur að fara — en þið megið aðeins ekki fara of langt brott.“ „Aðeins þetta eitt,“ segir Har El, „útilokar hina almennu skoðun, að hér geti verið um suðurhluta Sinai skagans að ræða.“ „Þangað eru nærri 300 kílómetr- ar,“ bætir hann við. „Þessa vegalengd hefðu þeir al- drei getað nefnt þrjár dagleiðir." Það hlaut að taka ísraelsmenn miklu lengri tíma að komast það, sem kalla mætti „dagleið“, en svo, að þeir kæmust þetta á þremur dag leiðum. Þeir snigluðust áfram yfir auðn- ina með börn, sjúklinga, gamal- menni og búpening. Og fyndu þeir blett, sem hægt væri að hvílast á, dvöldust þeir þar kannski dögum saman. Þeir hafa raunar varla far- ið þá vegalengd, sem venjulega kallast dagleið, á minna en mánuði. í hvaða átt hafa ísraelsmenn svo haldið? „Við verðum að finna þrjá helztu áningarstaði þeirra," segir Har El, „til þess að ákveða leið þeirra á landakorti."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.