Úrval - 01.04.1974, Side 60
58
ÚRVAL
Mexíkó. Ekkert virtist geta stöðv-
sð hana. Þegar hún komst svo til
Texasfylkis, hafði hún þegar drep-
ið 10.000 hesta og asna og 42 manns
í Mexíkó.
Árásarlið á vegum ríkisins var
nú myndað til sóknar gegn veiki
þessari. Það hófst tafarlaust handa
af miklum krafti. Heil svæði voru
sett í sóttkví, og mátti alls ekki
flytja hesta af þeim svæðum. 45
flugvélar dreifðu skordýraeitri
<sem var skaðlaust fyrir fólk og
búpening) yfir 540 mílna langa
ræmu meðfram Rio Grandeánni og
strönd Mexikóflóa. Yfir 4000 dýra-
læknar, auk ríkis-, fylkis- og
hreppsstarfsmanna, voru kvaddir
til starfa til þess að bólusetja hvern
hest í öllum Suðvesturfylkiunum,
.iafnvel einnig hesta í mjög af-
skekktum högum. Þeir voru bólu-
settir með því eina bóluefni, sem
til er gegn sjúkdómi þessum, þ. e.
,.TC-83“, sem er tilraunabóluefni.
Yfir 2.8 milljón hestar voru bólu-
settir í samtals 19 fylkjum, allt frá
Kaliforníu til Karolínufylkjanna.
Svefnsýki þessi stakk sér niður í
26 hreppum í suðurhluta Texas-
fylkis, en komst svo ekki lengra
inn í Bandaríkin. Farsóttin hafði
verið kæfð í fæðingu.
EÐLISLÆGIR ÓVINIR
Vísindamönnum hjá Landbúnað-
arrannsóknarstofnuninni, sem er
einnig á vegum bandaríska land-
búnaðarráðuneytisins, hefur lærzt
að fá móður náttúru í lið með sér
í baráttu sinni við erlend sníkju-
dýr og sníkjujurtir. Um leið og vart
verður við áður óþekkt sníkjudýr
eða snikjujurtir í Bandaríkjunum,
er send ýtarleg lýsing til Evrópsku
sníkiudýrarannsóknarstofunnar, en
hún er á vegum bandaríska land-
búnaðarráðuneytisins og er til húsa
í úthverfi einu í París. Skordýra-
fræðingar og leitarmenn rannsókn-
arstofu þessarar leita síðan gaum-
gæfilega á svæði því, sem sníkju-
dýrið eða sníkjujurtin kemur frá
til þess að finna eðlislæga óvini.
Þar er oft um aðra skordýrategund
að ræða.
Strax og tekizt hefur að finna
slíkan óvin og sannprófa eðlislæga
óviid hans gagnvart sníkjudýrinu
eða sníkjujurtinni, eru nokkrir slík
ir ,,óvinir“ sendir til rannsóknar-
stofu bandaríska landbúnaðarráðu-
neytisins í Moorestown í New Jer-
seyfylki, og þar eru gerðar enn frek
ari prófanir á þeim. Slíkar tilraun-
ir geta staðið í um ár í viðbót. Þær
fara fram í litlum ávaxtalundum
og görðum, sem umluktir eru gleri.
Aðeins um helmingur ,,óvinanna“
sannar það með prófunum, að af-
kvæmi þeirra, sem alin eru upp
ba-na í rannsóknarstofunni. geti
aðlagazt veðurfari okkar eða að
þau muni ekki valda öðrum vanda-
málum eða að þau muni halda
áfram að verða eins gráðug í sníkju
dýr það eða sníkjujurt, sem þeim
er ætlað að ráðast á. Einn vísinda-
mannanna kemst svo að orði um
þetta at.riði: „Við verðum að tryggja
það, að ekki sé eins erfitt að út-
skrifast úr neinum öðrum „skóla“
og úr skólanum okkar.“
Fáir hinna útskrifuðu „nemenda"
hafa reynzt eins harðir og sérhæfðir
og svartar og gular vespur, sem