Úrval - 01.04.1974, Side 70

Úrval - 01.04.1974, Side 70
68 ÚRVAL hæstu manna sveitarinnar — á tíð smárra búa og rýrðarkjara. Og þegar „kreppan“ þjakaði menn verst, í byrjun íjórða tugar aldar- innar — þegar jafnaðarverð dilka fór ofan í kr. átta og fimmtíu aura, — þá krafðist hann þess, að um- samin laun hans yrðu lækkuð, til samræmis við rýrnandi tekjur bænda og búaliðs. (Fyrir þessu tvennu síðasttalda þykist ég hafa góðar heimildir). Skyldu margir hugsa og breyta svo, — nú á dög- um? Mér eru í fersku minni alllöng kynni, og góð, við þennan viðmóts þýða, hressa og glaðværa mann, sem var persónulegur vinur flestra sinna undirsáta, og vegna starfs síns lengi eins konar héraðsfaðir. Lengst af hans stjórnartíð voru peningar afar sjaldséðir í umferð hjá alþýðu, svo að greiðslur milli einstaklinga urðu að velta mest á milli verzlunarreikninga; áttu menn því enn meira en ella undir lipurð hans, sem varla brást. í flestu sam- einaði Björn frjálslyndi og fram- farahuga fornri ráðdeild og íhalds- semi, — svo að ég efa að þar tak- ist að gera betur. Ekki get ég að því gert, þótt hvarfla kunni að einhverjum, að ég sé hér farinn að „kríta liðugt". En mér kemur ekki til hugar að segja hér annað en það, sem allt eldra fólk í héraði hans veit að er satt, — enda mun ég því kunnari að bersögli en smjaðri; hinu yngra fólki er þetta varla eins kunnugt — því miður, — því að í flestu var starfsferill Björns Kristjánssonar til sígildrar fyrirmyndar. Vel er mér ljóst, að fátækleg orð mín hrökkva stutt til að tjá honum þær þakkir sem héraðsbúar hans skulda honum, — enda er hann þegar kominn þangað, sem laun trúrra þjóna eru réttlátt metin, og skilvislega greidd; eflaust fylgja honum hlýhugur og þökk þorra héraðsbúa, —■ sem fjölmenntu mjög að jarðarför hans — sem eins og fyrr segir fór fram á fæðingarstað hans, á fögrum hásumardegi. Er sem mælt hefðu verið í orðastað hans þessi orð eins af góðskáldum okkar: „Ei má eðli hagga, — er það Drottins gjöf, þar sem var mín vagga, vil ég hljóta gröf“. í flestu var hann gæfumaður — og forsjónin gerði heldur ekki endasleppt við hann, í þessu. Ekki hvarflar að mér að sýta, þegar kær vinur hefur lokið giftu drjúgu starfi, í hárri elli — en kýs heldur að gleðjast yfir minningu góðs manns sem genginn er. En ég votta samúð fjölskyldu hans og nánum vinum, — en sérstaklega eftirlifandi konu hans, sem alltaf stóð trúlega við hlið hans, í blíðu og stríðu, — og hefur nú síðast lok ið þar örðugu hjálpar- og hjúkrun- arstarfi, þegar Elli kerling hafði komið honum á kné, þótt seint gengi henni að sigra hann að fullu. En góður orðstír lifir manninn, og sá er minnisvarðinn einna óbrot- gjarnastur. Sé Björn Kristjánsson ævinlega blessaður og minning hans. í Guðs friði. 3. 4. 1974. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.