Úrval - 01.04.1974, Page 127

Úrval - 01.04.1974, Page 127
125 lynt. En nú voru skjótar ákvarð- anir alger nauðsyn. Michael gat aðeins dvalizt í einn mánuð í sjúkrahúsinu. Svo átti að senda hann á fyrrnefnt hæli, ef ekki yrðu teknar aðrar ákvarðanir. Loks ákváðum við að hafa hann heima að minnsta kosti í tvö til þrjú fyrstu árin. Ég sótti töskuna með barnaföt- unum út í geymslu. Nú gat ég helzt ekki beðið leng- ur. Dagurinn, sem ég sótti hann í sjúkrahúsið, var einn mesti gleði- dagur ævi minnar. Ég man, hve ég hafði öfundað mæðurnar, sem lögðu af stað heim með börnin sín. Nú var röðin komin að mér. Ég var alein heima með Michael fyrst eftir að ég kom inn úr dyr- unum. Ég lagði hann í barnarúmið. Ég var hamingjusöm. Auðvitað væri þetta ekki eins fyrir alla. Margir foreldrar vangefinna barna gætu gert rétt í því að taka þau ekki heim, af ýmsum ástæð- um. Þar gætu verið heilsufarsleg- ar og persónulegar orsakir að verki. Sumir foreldrar rökræða þetta árum saman og komast aldrei að neinni niðurstöðu, ásaka ef til vill hvort annað fyrir eitthvað. sem enginn getur ráðið við, mistök af náttúrunnar hendi. Við þekkjum þessa úrkosti og ör- in, sem þetta allt skilur eftir í vit- und manns. Við vitum líka, hve örðugt er að fá allar upplýsingar. Þarna er um að ræða atriði, sem aðeins foreldrunum einum er kleift að ræða um og ráða. Nú hefur Michael verið heima í meira en heilt ár. Við erum sannfærð um, að ráð okkar var rétt. Hann átti að koma heim. Hann er ósköp auðveldur, og þægur. Þannig eru flest eða öll mongó- lítabörn. Hann grætur ekki mikið, þótt komið geti fyrir, að hann gráti af öllum kröftum „ástæðulaust“. Það er auðvelt að skemmta honum. Hann er ljúfur, lítill strákur. Þeir, sem sögðu, að þetta borg- aði sig ekki, hafa sannarlega sagt of mikið. Hann er alltaf tilbúinn að brosa, og þegar hann brosir ljómar and- lit hans eins og sólin sjálf. Auðvitað þroskast hann ósköp hægt. En fyrst var hann næstum eins og venjulegt barn. En nú sést munurinn meira, einkum andlits- fall og einhver skortur á uppisetu- mætti. Við erum ekki að leyna því. Samt fæ ég sting. þegar starað er á hann. Stundum þegar ég hef hann með í búðir, sé ég konur horfa á hann spyrjandi. Mér finnst það eðlilegt, og ég ásaka fólkið ekki. Það veit ekkert um „mongól- isma“, fremur en ég gerði, áður en Michael fæddist. Sú vitneskja varð mér dýrkeypt. Um daginn spurði nágrannakona mig, hvort ekki væri búið að úr- skurða hann sem hálfvita. Og í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.