Úrval - 01.05.1978, Síða 7

Úrval - 01.05.1978, Síða 7
5 MAÐUR, SEMSTAMAR, SEGIRFRÁ hjálpardeildir. Ég reyndi að sannfæra kennara mína um, að þeir væru á villigötum með mig, en stamandi tilraunir minar enduðu bara með því að styrkja þá enn frekar í þeirri trú, að þeir hefðu rétt fyrir sér. Ég var þráfaldlega sendur til talkennara, og ég gerði þá hvern á fætur öðrum að taugahrúgum með hjakki mínu og stami, en sjálfur var ég fullkomlegarólegurhið innra með mér. Mér urðu heldur ekki að neinu gagni öll þau góðu ráð, sem mælt var með í bókum og blöðum. Seinna rakst ég á ævisögur og endurminningar, sem leiddu í ljós að frægir og framúrskarandi menn höfðu stamað. Sá, sem stofnaði tímaritið Time, Henry Luce, stamaði alla ævi. Sama er að segja um enska rithöfundinn Arnold Bennett, en vangeta hans til að tjá sig munnlega er örugglega skýringin á ölltfm þeim aragrúa bréfa og dagbóka, sem hann skildi eftir sig, enskum bókmenntum til auðgunar. Somerset Maugham stamaði alla sína ævi, og hann sagði einu sinni, að hefði hann ekki haft þennan málgalla, hefði hann orðið forsætisráðherra Englands. Sá, sem hann sagði þetta við, var Winston Churchill, og honum varð svo mikið um, að hann strunsaði út úr her- berginu. Til eru margar átakanlegar sögur um þekkt fólk — leikara, útvarpsfólk og aðra — sem hafa sigrast á staminu. Gallinn við þess háttar frásagnir er sá, að þær skýra 1 rauninni aldrei frá því hvernig viðkomandi hafa farið að því að hætta að stama. Ástæðan er náttúrlega sú, að það er engin tæmandi skýring til eða patentlausn á vandanum. Margir leggja traust sitt á sálgreiningu. Aðrir segja, að það skipti meginmáli að læra að stjórna önduninni. Enn aðrir slá því föstu, að þar sem enginn stamar í söng, liggi erfiðleikarnir í skorti á takti og hrynj- andi í töluðu máli, og allt hrökkvi í liðinn, þegar viðkomandi nái valdi á þeirri kúnst. Mín reynsla er sú, að vandinn verði minni og yfirstígan- legri, geti maður sigrast á — ekki einhverri sálarflækju frá barnsárunum — heldur þeirri sífelldu minni- máttarkennd, sem stamið sjálft heldur stöðugt við með manni. Það skiptir mestu máli að gera stamið að , ,þýðingarlitlum, sjarmerandi ágalla,” eins og írski rithöfundurinn Patrick Campell sagði. Mikilvægast er að hafa sjálfstraust, þegar maður talar við aðra. Ég á þó enn í nokkrum vandræðum með fólk sem umgengst mig eins og stamið sé einhvers konar smitandi sjúkdómur eða skortur á mannasiðum. Það er viðtekinn skilningur, að hafi maður einu sinni stamað, sé það slfellt yfirvofandi á ný, og þess vegna ætti sá, sem eitt sinn stamaði, að varast að halda fyrirlestra, koma fram í sjónvarpi eða skipa ábyrgðarstöðu. Þeir, sem eins er fyrir komið og mér, og þaðan af verr vita, að þetta er rangt. Og það er fyrir þeirra hönd,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.