Úrval - 01.05.1978, Page 81
79
STAÐREYNDIR
UM
REYKINGAR
Slæmar fréttir:
★ Sígarettureykingar drepa yfir
25 þúsund manns undir 65 ára
aldri i Bretlandi á ári — fjórum
sinnum fleiri heldur en farast i
umferðarslysum.
★ Konur reykja nú helmingi
fleiri sigarettur heldur en fyrir 25
árum.
★ 1976 gáfu prófessor Sir Rich-
ard Doll og Mr. Richard Peto út
niðurstöður af 20 ára rannsókn á
reykingavenjum. Niðurstaðan i
stuttu máli: Einn af hverjum
þrem sigarettureykingamönnum
deyr af völdum reykinga.
★ Sá, sem ekki reykir, en situr i
venjulegu húsnæði, veitingasal,
áætlunarbil eða þess háttar, þar
sem reykt er, getur orðið að anda
að sér meira nikótini á klukku-
tima en sem svarar reyk úr einni
sigarettu.
★ Af hverjum fjórum sjúkhng-
um, sem gangast undir skurðað-
gerð vegna lungnakrabba, lifir
aðeins einn í fimm ár eftir aðgerð-
ina.
★ Dánarhlutfall af völdum
ólæknandi lungnakvefs er 20
sinnum hærra hjá þeim, sem
reykja 25 eða fleiri sígarettur á
dag heldur en þeim, sem ekki
reykja.
Konur, sem reykja á meðgöngu-
timanum eiga helmingi frekar á
hættu að fóstrið misfarist heldur
en þær sem ekki reykja. A hverju
ári deyja um þúsund ungbörn i
eða rétt um fæðingu vegna þess
að mæður þeirra reyktu á með-
göngutimanum.
★ Dánarhlutfall af völdum
lungnakrabba í Bretlandi er hið
hæsta i heimi — nærri tvisvar
sinnum hærra en i Bandaríkjun-
um.
Góðar fréttir:
★ Kannanir sýna, að um 80%
— Úr Action on Smoking and Health