Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 6
4
VÍÐFÖRLI
Þetta eru dæmi af handahófi, tekin úr samstofna guð-
spjöllunum.
Guðlast? Vafalaust, ef að líkum fer, að lærdómur og
pólitík, guðfræði og heilbrigð skynsemi í fágætri eindrægni
öflugs fylgis hafi haft rétt fyrir sér gegn honum einum.
Fyrir þetta var hann lcærður. Hann gerði sig Guði jafn-
an, gerði sig að Guðs syni. Og hann játaði þessa ákæru á
sig, áréttaði þetta alvarlega sakarefni meira að segja með
eiði fyrir æðstaprestinum.
Þeir kölluðu það svo, að hann gerði sig að konungi, þeg-
ar þeir fluttu málið fyrir rómverska landstjóranum, til þess
að gera honum skiljanlegra, hvílík alvara væri á ferðum.
Og spurður staðfesti hann einnig það fyrir rómverska
dómaranum: Já, ég er konungur, til þess fæddur og í heim-
inn borinn, að ég beri sannleikanum vitni, hver, sem er
sannleikans megin, heyrir mína rödd.
Hann er m.ö.o. ekki yfirbugaður hið innra. Og þögn
hans er ekki alger í réttarhöldunum. Hann þegir við móðg-
unum og misþyrmingum, svarar ekki forvitnis- eða kerskn-
isspurningum Heródesar konungs og Pílatusar. En þegar
Pílatus segir: Veiztu ekki, að ég hef vald til að láta þig
lausan og vald til að krossfesta þig? svarar Jesus: Ekki
hefðir þú neitt vald yfir mér, ef þér hefði ekki verið gefið
það að ofan. Og frammi fyrir æðstu höfðingjum þjóðar
sinnar segir hann, eftir að hafa staðfest ákæruna um, að
hann gerði sig að Guðs syni: Þér munuð sjá mig sitja til
hægri handar máttarins (Guðs) og koma í skýjum himins.
Þeir rífa klæði sín, til þess að láta hneykslun sína í Ijós,
og segja: Hann hefur guðlastað, þér hafið heyrt guðlastið,
hann er dauðasekur.
Dóminum er fullnægt. En Jesús er ekki yfirbugaður. Enn