Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 17
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
15
óh'ákvæmilegt að varpa fram og vert að íhuga í bróðerni
nokkrar spurningar. Göngum út frá því, að allir kristnir
menn séu sammála um það, að Jesús Kristur sé opinberun
Guðs og að krossdauði hans sé úrslitavitni þeirrar opinber-
unar. En nú er píslarsagan ekki saga hans eins. Hún birtir
fleira en góðleik og kærleik. Hún afhjúpar blindni, fals og
grimmd. Kærleikurinn, sem í Kristi birtist, skín á myrkum
grunni. Er viðburðurinn í heild, aðdragandi hans og öll at-
vik, birting Guðs kærleika? Hér var framið ógeðslegt rétt-
arn orð. Hvers vegna lét Guð kærleikans þetta gerast? Af
hverju þyrmdi hann ekki þeim vesalings mönnurn, sem að
þessu stóðu, við því að gerast sekir úm þetta hryllilega ó-
dæði? Af hverju þurfti kærleiksopinberun hans að verða
svona dýr, svona miskunnarlaus við manninn? Hvaða hug-
læg áhrif hefur það að íhuga þessa spurningu eina sér?
Frá almennu, mannlegu sjónarmiði er ferill Krists og af-
drif píslarvætti. Ef það er Guð, sem líður í þessu píslar-
vætti, líður til þess eins að sýna, hvað hann vill á sig leggja
og það er allt og sumt, hvaða vísbending gefur það um kjör
og kosti hins góða í tilverunni? Þjáning út af fyrir sig er
ósigur einn. Píslarvætti sannleikans og kærleikans er í sjálfu
sér aðeins vitnisburður um máttleysi hins sanna og góða
gagnvart lygi og illsku. Jákvætt gildi píslarvættis er aldrei
fólgið í því einu, að það gerist blátt áfram. Gildi þess veltur
fyrst og fremst á því, hvaða hugur er á bak við það Píslar-
vætti verður jákvætt, skapandi, í sama mæli og það er borið
uppi af jákvæðu, skapandi hugarfari.
Ef gert er ráð fyrir því í alvöru, að Guð hafi verið í
Kristi og opinberast í honum — og um það eru allir kristn-
ir menn sammála — þá leiðir af því þá ályktun, sem líka
hlvtur að vera einróma, sjálfkrafa andsvar allra kristinna
manna: Písl Krists getur ekki verið aðeins auglýsing, það