Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 19
SIGUR KROSSINS SIGUR VOR
17
tengsla, skilyrði þess, að vér getum heyrt Guði til. „Yfir-
gefur því aldrei mig eilífur Guð hans vegna“.
VIII.
„Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig Iief
meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda“, segir Páll í
brcfi sínu til Korintumanna (15,3). Þessi orð eru nálega
elzta heimild um frumkristna trú og boðun, sem til er, og
þau taka af tvímæli um það, hvert verið hafi frumstefið í
trúboðsprédikun postulanna. Páll rifjar upp fyrir lesendum
sínum, hvað hann kenndi þeim „fyrst og fremst“. Hann
hafði ekki farið um það að geðþótta sínum eða einkasmekk.
Sjálfur hafði hann meðtekið kjarna boðskaparins hjá fyrri
postulum Drottins. Orð krossins og upprisunnar er fagnaðar-
erindið allt. I guðspjöllunum er píslarsagan sögð miklu
ýtarlegar en nokkuð annað, sem þar er tekið til frásagnar,
og almennt er talið, að sá þáttur guðspjallanna hafi fyrst
verið skráður. Allur kristindómur er sprottinn af þeirri
vitund að eiga Jesú Kristi óendanlega mikið að þakka. Allt
Nýja testamentið er frá spjaldi til spjalds samfelldur þakk-
aróður til hans. Og þegar nánar er gætt að því, hvað ját-
endur hans, höfundar Nýja testamentisins, eru öðru fram-
ar þakklátir fyrir, þá kveður við sama svar: Hann dó vor
vegna, vegna vorra synda, oss til sýknunar, oss til lífs.
„Hann elskaði mig og lagði sjálfan s^ í sölurnar fyrir
mig“, segir Páll (Gal. 2,20). „Hann bar sjálfur syndir vor-
ar . . . fyrir hans benjar urðuð þér læknaðir“, segir Pétur
(1. P. 2,24). Og Jóhannes: „Hann er friðþæging fyrir synd-
ir vorar, og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka
fyrir syndir alls heimsins“. „I þessu er kærleikurinn: Ekki
að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi