Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 26
24
VÍÐFÖRLI
evangeliskum löndum, en allt annað viðhorf mætir oss í róm-
versk kaþólskum löndum, enda hefur gengið illa að koma
þar á umburðarlyndi í trúarefnum. Eg ætla í stuttu máli að
segja yður frá kynnum mínum af sögu og störfum lítillar
evangeliskrar kirkju, sem hefur lifað af í rammkaþólsku
landi, þar sem evangeliskar hreyfingar siðbótartímans voru
bókstaflega kæfðar í blóði.
II.
Saga Valdesakirkjunnar á Ítalíu er hvorki lítill né ómerk-
ur þáttur kristnisögunnar. Um uppruna hennar hefur ríkt
nokkur ágreiningur meðal fræðimanna. Sumir — einkum
meðal Valdesa sjálfra — hafa þótzt geta rakið sögu Vald-
esa-kirkjunnar allt til Páls postula, sem samkvæmt arfsög-
unni átti að hafa stofnað kristna söfnuði í Piémont á
Norður-Italíu, sem upp frá því hefðu varðveitt hreinan,
biblíulegan boðskap. Aðrir hafa viljað benda á þá stað-
reynd, að ýmsir flokkar manna í afskekktum fjalladölum
Alpanna hafi staðið gegn mannasetningum rómversk ka-
þólsku kirkjunnar, en haldið fast við hina postullegu trú,
og á þetta sérstáklega við um þá, sem nutu leiðsagnar
Claudiusar, sem var erkibiskup í Torinó á 9. öld, og fleiri
manna, sem veittust gegn spillingu rómversk kaþólsku
kirkjunnar í trú og siðum.
I rauninni verður saga þessa merkilega kirkjufélags ekki
rakin lengra aftur í aldirnar en til ríks kaupmanns í Lyon
á Frakklandi, sem hét Pétur Valdes og var uppi á síðari
hluta 12. aldar. Hann var kærulaus veraldarmaður, unz sá
dagur rann, að hann fór að hugsa um sál sína og leita þeirra
fjársjóða, sem mölur og ryð fær ei grandað. Svo er frá
greint, að hann hafi eitt sinn verið í hópi vina og kunningja,
er einn þeirra hné skyndilega niður og var þegar örendur.