Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 33
VALDESAKIRKJAN
31
í rómversk kaþólsku kirkjuna fengu nú aftur að ganga í
Valdesakirkjuna. Kostir Valdesa voru samt að ýmsu leyli
þrengdir á valdadögum Napóleons. Hér eru ekki tök á að
lýsa öllum ofsóknum á hinu langa tímabili ófrelsis og þján-
inga, en þegar líða tók á 19. öldina fór verulega að rofa
til í lífi Valdesa.
IV.
I byrjun 19. aldarinnar tóku mikilsmetnir meðlimir mót-
mælendakirkna annarra landa að veita Valdesakirkjunni
sérstaka athygli, þar eð þeir álitu, að Valdesakirkjan hefði
mikilvægu hlutverki að gegna við útbreiðslu evangeliskrar
trúar á Italíu. Dr. Gilly, dómkirkjuprestur í Durham á Eng-
landi, ferðaðist um byggðir Valdesa og skrifaði ferðasögu,
sem varð Valdesum til ómetanlegs gagns. Dag einn bað
Charles Beckwith, hershöfðingi, einn af hetjunum frá
Waterloo, um viðtal við yfirhershöfðingiann, hertogann af
Wellington. En hertoginn var vant við látinn þessa stund-
ina, og var Beckwith beðinn um að bíða í bókasafni hans.
Þar rakst hann á ferðasögu Dr. Gillys. Beckwith fór að lesa
hana og varð þegar hugfanginn, keypti bókina síðar og á-
kvað að kynnast þessum lýð Drottins í Olpunum af eigin
raun. Beckwith fór þangað fyrst haustið 1827 og síðan á
hverju ári, unz hann settist þar að. Valdesar kölluðu hann
„hershöfðingjann með tréfótinn“, því að hann hafði misst
vinstri fót í orustunni við Waterloo. Er hann lá í sárum sín-
um, leitaði hann Drottins af heilum huga. Afturhvarfssögu
sma samSi hann á þessa leið: „Góður Guð sagði við mig:
,Stanzaðu nú, þrjóturinn þinn‘ og svo tók hann af mér fót-
inn. Eg held, að ég verði hamingiusamari þannis: en með
báða fætur heila“. Beckwith varð mesti velgerðarmaður
Valdesa, en hann trúði því sem fleiri, að þeir væru af Guði