Víðförli - 01.11.1954, Side 35
VALDESAKIRKJAN
33
þeirra. Þeir hafa heldur ekki gleymt, að Drottinn Jesús
Kristur er þeim nálægur í kirkjunni í heilögum sakrament-
um. Þeir færa börn sín Drottni í heilagri skírn, og halda
líka kvöldmáltíð í þeirri trú, að í brauði hennar og víni eigi
þeir hlutdeild í líkama og blóði Krists.
Höfuðstöðvar Valdesa eru í Torre Pellice á Norður-
Italíu, skammt frá landamærum Frakklands. Þar er stærsla
kirkja dalanna, en nú eru fleiri kirkjur dreifðar víðs vegar
um alla Ítalíu en á hinum fornu stöðvum þeirra í dölunum.
Segja má, að á hverju ári sé ný kirkja reist einhvers stað-
ar í landinu. Valdesar hafa einnig látið sig kristniboð með-
al heiðingja miklu skipta og hafa sent starfslið til kristni-
boðsstöðvar í Ródesíu í Afríku. Ymsar aðrar mótmælenda-
kirkjur hafa fest rætur á Italíu, svo sem meþódista- og lút-
herska kirkjan — auk ýmissa greina skírenda, en engin
þeirra á jafnmiklu fylgi að fagna og Valdesakirkjan.
Kommúnistar hafa komið auga á mikilvægi Valdesakirkj-
unnar og hafa reynt að vingast við hana. Þegar páfinn
fordæmdi kommúnista, létu þeir í það skína, að þeir hefðu
í hyggju að ganga í mótmælendakirkjuna. Valdesar segja:
„Vér erum reiðubúnir að boða þeim fagnaðarerindið, en
vér viljum ekki taka þátt í pólitískum leik, sem hefur ein-
ræði á stefnuskrá sinni.“ Einn Valdesaprestur hefur sagt:
„Hér um árið gengu nokkrir kommúnistar í söfnuð minn.
Nú eru þeir ekki lengur kommúnistar“.
Rómversk kaþólska kirkjan lítur á dali Valdesa á Norð-
ur-ítalíu sem kristniboðsakur. Þangað senda þeir sérmennt-
aða presta. í bæjum Valdesa rísa glæsileg musterij sem
rómversk kaþólska kirkjan lætur byggja rétt hjá fátæklegu
Valdesakirkjunum, jafnvel þótt einungis fáar rómversk ka-
þólskar fjölskyldur séu þar búsettar. Rómversk kaþólskum
íbúum í dölum Valdesa er bannað að ræða um trúmál við