Víðförli - 01.11.1954, Page 51
SKÁLHOLT Á TÍMAMÓTUM
49
skyldi allt falla. Vér eigum aðeins ófullkomið riss af húsa-
skipan staðarins á síðasta skeiði hans. En allt var rifið,
hver veggur, grjótið er hér í hlaði og útihúsum og niðri í
bæjarhól, í minni núlifandi manna var t.d. Skólavarðan
rifin, grjótið úr henni mun vera í hlöðutóft hér í hlaðvarpa.
Og dómkirkjan, sem hér stóð, þegar stóllinn var lagður
niður og fram á 19. öld, var seld á uppboði til niðurrifs.
Brak úr henni er eitthvert enn í þessari litlu og óásjálegu
kirkju, og til skamms tíma hafa menn vitað um viðu úr
henni í útihúsum hér í sýslunni.
En það er til sæmilegur uppdráttur eftir erlendan ferða-
lang af þeirri kirkju. Eins og kunnugt er reisti Brynjólfur
biskup Sveinsson hana eða mestan hluta hennar um miðja
17. öld. Hún var eina dómkirkjan, sem hér var byggð í
evangelískum sið. I henni flutti Jón Vídalín sitt meistara-
orð, af þessum prédikunarstóli. Dýrmætir gripir eru hér
nokkrir aðrir, sem lagðir voru þessari' kirkju, sumir að vísu
skemmdir, svo sem prédikunarstóllinn.
Betra er en ekkert að eiga mynd hinnar síðustu dóm-
kirkju, þótt ófullkomin sé og gerð, þegar kirkjan var orð-
in meira en aldar gömul og vafalaust farin að láta á sjá.
Og verðmætust er þessi mynd sakir þess, að hún er vísbend-
ing um svipmót þess helgidóms, sem hér stóð um lengstan
aldur stólsins.
Kirkja Brynjólfs er smærri í sniðum en kirkjur Ogmund-
ar, Arna Helgasonar og Klængs Þorsteinssonar. En grunn-
mynd hennar er hin sama. Það má nú telja fullsannað, að
hún hafi í þeim atriðum, sem mestu varða um yfirbragð,
verið eftirlíking hinnar fyrri dómkirkju og að samhengið í
stíl Skálholts-dómkirkju sé órofið allt aftur til 12. aldar.
Sú getgáta, sem varpað var fram fyrir alllöngu um þetta,
er studd af því, sem fornleifarannsóknin hefur leitt í ljós,