Víðförli - 01.11.1954, Side 61
RÖDD FRÁ ALSÍR
59
til þeirra. Og hversu hamingjusöm eru þau ekki ef þeim
hlotnast fáeinir bognir naglar, eða fjalarstubbi, eða ögn
af viðarull (til að sofa á).
Og þegar við sitjum við skjögrandi kassafjalaborðið
okkar utanvið tjaldið og erum að borða, þá eru þau aftur
komin. Og þá ættuð þið að sjá starandi augun, sem elta
hvern bita. Maður er varnarlaus gagnvart þessum starandi
augum, svo að hverjum bita verður örðiigt að koma niður.
Og þið ættuð að sjá magra fingurna, sem þau teygja til
manns ef maður réttir til þeirra brauðbita, fíkju eða döðlu.
Já, þið ættuð að sjá augun, saklaus, gráðug, hungruð, en
þakklát fyrir hvern bita. Þau ljóma ekki fegur af þakk-
læti og gleði, augu barnanna í Evrópu hjá jólatrénu sínu,
heldur en augu þessara barna fyrir lítinn matarbita.
Og þegar svo að kvöld er komið, þá er það ekki af
vinnunni sem maður er þreyttur, heldur er maður alger-
lega uppgefinn á allri þeirri neyð sem maður hefur séð.
Maður getur þá ekkert gert, ekki skrifað bréf, ekki lesið,
ekki lært. Maður á sér aðeins eina ósk, að sofa og gleyma.
En þegar maður lætur aftur augun, þá sér maður þau aftur
þessi starandi augu, og magrar barnahendur teygja sig til
manns, hundruð, þúsundir. Og maður veltir sér í rúminu og
vill gjarnan sofa -—• sofa. En starandi augun eru þrálát,
þögul augun taka til að hrópa, öll neyð barnanna, bræðr-
anna og systranna í tötrum, hún hrópar í himininn — hróp-
ar ákæru gegn Evrópu, hinum „k.ristnu“ Vesturlöndum fyr-
ir þá fiármuni alla, sem þau sóa í sprengjuflugvélar, byss-
ur og kafbáta.
Við erum þrír á þessari vinnustöð. Svisslendingur, Frakki
og ég. Svo er hér belgisk stúlka, sem þrátt fyrir hina mestu
v"ntun á öllu sem til þarf, hefur í tvö ár haldið uppi
kennslu fyrir telpur í skólanum okkar. Annars mega menn