Víðförli - 01.11.1954, Síða 62
60
VÍÐFÖRLI
nú ekki hugsa sér skólann okkar neitt líkan skólum í
Evrópu. Hann er blátt áfram bárujárnsbraggi, eitthvað 2,5
—3 m. á hæð; á afturstafninum eru tveir gluggar, en dyr
á framstafninum. I miðjunni er svo bráðabirgðaskilrúm úr
fjölum. Þegar sólin skín á braggann, þá verður vandræða-
lega heitt í honum. Húsgögnin er óhætt að segja að séu
frumstæð. I okkar skóla þekkist ekki að refsa börnum með
því að berja þau, annars eru refsingar hér mjög einfaldar.
Ef barn hegðar sér ekki sæmilega, þá er ekki viðhöfð nema
ein refsing, en það er líka þyngsta refsingin. Barnið er blátt
áfram látið fara. Og svo situr það og bíður utanvið dyrnar,
klukkutímum saman, ef til vill allan daginn, þangað til
það aftur fær leyfi til að koma inn. Því það er langt frá
því að öll börnin í þorpinu geti fengið kennslu, en öll vilja
þau eitthvað læra, að skrifa, lesa eða reikna. Þekkingar-
þorstinn er á háu stigi, bæði hjá börnum og fullorðnum.
Fyrir nokkrum dögum byrjaði leikmannaþjónustan á því
að veita piltum kennslu, og þá að kvöldlagi. Frönsk stúlka
byrjaði starfið með 6 piltum, en eftir skamman tíma voru
þeir orðnir 60. Utanvið skólann voru aftur á móti miklu
fUiri, en komust ekki inn. Þeir sem úti voru gerðu þá svo
mikinn hávaða, að vesalings stúlkan gat ekki með nokkru
mcti kennt. Næsta dag voru þeir svo komnir þegar eftir
miðdaginn, til þess að komast í skólann um kvöldið. Ut
úr leiðindum gerðu þeir nú þann firna hávaða, að kennsla
t"lpnanna fór út um þúfur. Það varð því að fá vernd til þess
að unnt væri að halda áfram með kennslu piltanna (Arabi
einn kom hér til hjálpar), annars hefði óaldarflokkurinn
ráðist inn í skólann. Til allrar hamingju gátum við haft
u^p á herbergi til viðbótar. Húsgögn voru í snatri smíðuð
úr kassafjölum, svo að nú fá piltarnir sína kennslu — er
skipt í flokka.