Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 84
.82
VÍÐFÖRLI
bölvun í blessun. Innra borð allrar framvindu er hjálpræð-
issaga. Markmið allrar tilveru Guðs ríki.
En víkjum aftur að formi sköpunarsögunnar. Það hefur
valdið ærnu orðaskaki, að samkvæmt henni fullnast sköp-
unarverkið á sex dögum. Nú vitum vér, að saga jarðar
á óteljandi aldaþúsundir að baki og að aldur „himins“
verður engum tölum tjáður. Jafnvíst er hitt, að höfundur
sköpunarsögunnar hefur verið alls ófróður um kenningar
nútímavísinda um þessa hluti. Það er jafneinfalt mál og
það, að hann hefur áreiðanlega aldrei séð útvarp eða bíl.
Sú staðreynd, að þessi saga varð til löngu fyrir dögun raun-
vísinda gæti því aðeins hnekkt gildi hennar, að henni hefði
verið ætlað að kenna raunvísindi. En það var henni vissu-
lega aldrei ætlað. Hún talar hvorki um jarðfræði, stjörnu-
fræði né líffræði, ekki fremur en Lúther ætlar sér að kenna
fósturfræði í fyrrgreindum ummælum sínum.
En hvers vegna segir sköpunarsagan, að sköpun Guðs
hafi algjörzt á sex dögum?
Blátt áfram vegna þess, að höfundur hennar miðar við
sjö daga vikuna. Fræðimenn hafa varpað fram þeirri til-
gátu, að hann styðjist beinlínis við helgisiðaform sjö daga
hátíðar, þar sem minnzt var dásemda sköpunarverksins og
hver dagur var helgaður tilteknu atriði og tilgangurinn var
að vegsama Guð og skoða dýrð hans í skuggsjá þeirra verka
hans, sem maðurinn hefur fyrir augum og nýtur. Hvað sem
þessari tilgátu líður, þá er það víst, að sjö daga vikan var
Gyðingum þess tíma, sem líklegt er að sköpunarssagan í 1.
Mós. 1—2,4 hafi fullmótast á, miklu helgari en vér gerum
oss grein fyrir. Það var þeim eðlilegt að fella sköpunarverk-
ið inn í umgjörð hennar og færa rök að helgi hennar eða
skýra hana með því móti. En hornsteinn vikunnar og alls
timatals var sabbatsdagurinn eða hvíldardagurinn, en hann