Víðförli - 01.11.1954, Síða 89

Víðförli - 01.11.1954, Síða 89
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRIJ 87 uppfræða um frumsögu mannkyns, heldur er það að tala um mig og þig, um manninn (Adam þýðir ,,maður“) eins og hann er í því ástandi að hafa brugðizt Skapara sínum, svik- ið lífið, ofurselt sig synd og dauða. En þessum sama, gamla manni, mér og þér, boðar Nýja testamentið hlutdeild í sigr- andi lífi hins nýja manns, Jesú Krists, að hann verði frum- burður meðal margra bræðra og vér ummyndumst til hinn- ar sömu myndar (2. Kor. 3,18). Það er þessi ummyndun, sem kirkjan og Drottinn hennar hafa áhuga á, en þær mynd- breytingar dýra- og jurtategunda, sem könnun jarðlaga leið- ir í ljós, liggur þeim í léttu rúmi. Trú kristinna manna á Guð, Skapara himins og jarðar, er ekki fálmandi tilraun til þess að leysa hugarþraut, heldur meðvitund um og afstaða til lifandi föðuí, sem „starfar allt til þessa“, skapar án afláts. Hann hefur ekki lokið verki sínu í árdögum og síðan látið sér nægja eftirlit með fulln- uðu verki. Grunnfærnislegt yfirlit yfir 1. Mós. 1—2,4 get- ur vakið slíka hugmynd, því að þar er talað í þátíð. En endra^ær talar Biblían yfirleitt urii sköpunina í nútíð (sjá t.d. Sálm 104 og 147, sbr. fyrr greind dæmi). Guð er að skapa. Hverju sinni sem þú dregur andann er Guð að skapa þig. Veröldin öll er á hverri andrá borin uppi af orði Guðs, sífellt knúin af Guðs „verði“. Þess vegna getum vér aldrei rýnt sköpunarverkið til róta. Vér erum ekki nema að litlu leyti áhorfendur að athöfnum Guðs, heldur fyrst og fremst öreindir, sem hann hefur teflt fram á skákborð sitt til þess að leika smásjárþátt í óyfirsjáanlega stóru tafli. Sköpunin stendur yfir. Vér lesum ekki sköpunarsöguna í bók, vér erum að lifa hana. Vér lesum ekki sköpunarsög- una í Biblíunni, en boðskapur Biblíunnar birtir merkingu þeirrar sögu, sem vér erum að lifa. I ljósi þess boðskapar verður kristinn maður bjartsýnn. Störf mannsins og afköst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.