Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 90
88
VÍÐFÖRLI
hafa jákvætt gildi, hversdagsiðja jafnt sem afrek í vísind-
um og tækni. Það er Guðs sköpunarverk, þegar barnið nær-
ist af brjóstum móður sinnar, þegar taðan verkast og sjávar-
afli nýtist, Guðs sköpunarverk, þegar sóttkveikja er gerð
ósaknæm eða kjarnorka hamin til þarfa. Trúin á skapara
Biblíunnar vekur jákvæða afstöðu til heimsins og menning-
arlífsins.
En Guð Biblíunnar er stríðandi Guð, sköpunarsaga hans
er baráttusaga. Hið illa er staðreynd, syndin veruleiki, bar-
áttunni um manninn linnir ekki, stríði Guðs gegn upnlansn-
ar- og eyðingaröflum, gegn hermdarverkum og hrakföll-
um, synd og böli, dauða og djöfli. Þetta er raunsæi krist-
inrar trúar. Hún getur aldrei látið ginnast af hillingum
grunnsærrar framfaratrúar. Hvin veit, að mvnd bessa i’eims
líður undir lok, hann á að endurfæðast til nýrrar tilveru,
hún væntir nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti
býr (2. Pét. 3,13) og Guð er allt í öllu. Þá fyrst er sköp-
unarsagan á enda, sköpun Guðs fullnuð.