Víðförli - 01.11.1954, Page 94
92
VÍÐFÖRLI
daga hverju sinni. Þar hafa verið tekin til meðferðar ýmis
stórmál eins og Kóreumálið, kirkjan, kirkjurnar og Al-
heimsráð kirkna, kristniboð og eining, Alheimsráð kirkna
á tímum togstreitu og kynþáttavandamálið í S-Afríku.
Miðstjórnin hefur yfirumsjón með deildum ráðsins, og
fjalía þær um ólík viðfangsefni. Fyrst skal nefnd sú, er
kennd er við trú og kirkjuskipan, og fæst hún við einingu
í þeim efnum. I öðru lagi er deild, sem fjallar um kirkjur
og milliríkjamál, sameiginleg deild Alheimsráðs kirkna og
Alþjóðakristniboðssambandsins. Hún fæst við raunhæf við-
fargsefni í milliríkjamálum. Hefur hún opinberan áheyrn-
arfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, m.a. á fundum Orygg-
isráðsins. Þessi deild hefur reynzt mikilvæg í sambandi við
kynþáttavandamálin í S-Afríku, trúfrelsi, kjarnorkuvopn,
friðarsamningana í Kóreu o.fl. I þriðja lagi má nefna deild,
sem fiallar um æskulýðsstarf. Æskulýðsmót hafa verið
haldin á vegum hennar, einnig hefur hún lagt til sjálfboða-
liða við alls konar endurreisnarstarf. Deildirnar eru
fleiri, en síðast og ekki sízt má geta deildarinnar, sem
fjallar um hjálp kirkna sín á milli og flóttamannahjálp.
Þessi deild reyndist mikilvæg t.d. í sambandi við flóðin í
Hollandi. Mikil aðstoð var veitt þýzkum, frönskum og fleiri
kirkjum eftir stríðið. Þá má nefna aðstoð þá, er mótmæl-
endakirkjurnar veittu grísk-kaþólsku kirkjunni. Fé, notað til
þessa, nemur um það bil 12 milljónum króna árlega. Þar við
bætast um það bil 5,7 milljónir til venjulegra starfa ráðs-
irs, og leggja kirkjurnar það til með ýmsu móti. — En
það, sem er mest knýjandi í starfi þessarar deildar, er flótta-
ma,'mahjálpin, sem er í nánum tengslum við Sameinuðu
þjóðirnar og ríkisstjórnir þær, er í hlut eiga. Hjálp er veitt
arabiskum flóttamönnum í Palestínu, flóttamönnum í Kór-
eu og Hong Kong. Starfslið þessarar deildar hjálpaði 8881