Ný félagsrit - 01.01.1873, Blaðsíða 4
4
Um jarðyrkjuskóla.
ekki talib uppá nokkurn dtigáng allan veturinn; samt setja
margir svo mikib á sig, sem þeir halda ab geti dregizt
fram skammlítib, og reifea sig á aö vorib komi snemma.
f>etta bregzt þd opt, og þá er ekki annaÖ fyrir, en aí>
láta kýr og fé sækja sér fdÖur sjálft dti. Meí) þessu
mótinu tóra skepnurnar optast frammtír, því sjaldan er
svo mikill snjór á vorin, ab þær geti ekki gengiö sér ab
björg fyrir þá sök. Mabur getur ntí ímyndaö sér, ab meb
þessari abferb verba kýrnar svo magrar, aí> þær gjöra
ekki hálft gagn. Hjá heldra fólki, sem veit fótum sínum
forráb í þessu efni, ber ekki þetta vib, og því er þab
optast nær svo, ab ein kýr hjá þeim gjörir eins mikib
gagn og tvær hjá hinum.
Til þess ab ná urabótum á þessu, og ymsu öbru,
hefir bæbi stjórnin og alþýba sjálf kostab miklu til, bæbi
meb stofnun á mörgum jarbyrkjuskólum, og meb því, ab
láta jarbyrkjumenn ferbast ibuglega fram og aptur ímillum
bænda, til ab rábleggja þeim ýmislegt þab, er þeir þurfa
ab vita, um jarbyrkju, fjárrækt o. s. frv. þeir sem lært
hafa í skólum þessum hafa mest megnis verib synir jarb-
eigandi bænda; þeir hafa þá unnib ab jörbum sínum þegar
heim var komib, og svo hafa nágrannarnir tekib eptir þeim
smásaman, og spurt þá til rábs. þannig hefir lærdómur
sá, sem kenndur er í skólunum, breidt sig tít til alþýbu.
þar ab auki eru jarbyrkju-verkfæri smíbub vib skólana,
og síban seld öllum sem hafa vilja.
Kennslutíminn í jarbyrkjuskólanum ab Steini er tvö
ár, og þykir hann vera nægilega lángur til þess, ab
piltar geti numib þab sem þarf, bæbi af vinnu og af bók-
Iegum mentum; en mabur má sannarlega vera ibinn, ef
mabur á ab geta lært allt vel á þeim tíma, því bæbi er
mikib ab læra af bóklegum fróbleik, og ekki ríbur minna